Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Fjölnir 0-5 | Burst í Laugardalnum Ingvi Þór Sæmundsson á Þróttarvelli skrifar 24. júní 2016 23:00 Birnir Snær Ingason skoraði tvö mörk í kvöld. Vísir/Stefán Fjölnir vann stórsigur á Þrótti, 0-5, þegar liðin mættust í Laugardalnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fjölnismenn eru áfram í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum FH sem unnu Fylki í kvöld. Þróttarar eru aftur á móti í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig, jafn mörg og ÍA en lakari markatölu. Leikurinn var nokkuð jafn fram að fyrsta markinu sem Birnir Snær Ingason skoraði með glæsilegu skoti á 39. mínútu. Mínútu síðar var Birnir aftur á ferðinni og staðan orðin 0-2. Í seinni hálfleik áttu Þróttarar aldrei möguleika og gestirnir bættu þremur mörkum við. Martin Lund Pedersen skoraði þriðja markið á 62. mínútu eftir sendingu frá Birni og Þóri Guðjónsson gerði svo síðustu mörk leiksins og öruggur 0-5 sigur Fjölnis staðreynd.Af hverju vann Fjölnir? Sóknarleikur Fjölnismanna er sá besti í Pepsi-deildinni enda hafa þeir skorað langflest mörk allra liða. Þróttaravörnin er aftur á móti sú slakasta og sást bersýnilega í kvöld. Þróttarar voru í ágætis málum fram að fyrsta markinu og fengu hættulegri færi til að skora. Dion Acoff fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni á 13. mínútu og ef hann hefði skorað er aldrei að vita hvað hefði gerst. En ef og hefði hjálpa Þrótti lítið og eftir tvöfalda rothöggið hans Birnis áttu þeir sér ekki viðreisnar von. Fjölnismenn eru frábærir fram á við og hreinlega tættu Þróttarana í sig hvað eftir annað. Það er góður taktur í Grafarvogsliðinu og leikmenn þess virðast vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim. Það er merki góðra liða.Þessir stóðu upp úr Birnir Snær gerir sitt besta til að fylla upp í skarðið sem Aron Sigurðarson skildi eftir sig. Strákurinn var góður á móti KR og frábær í kvöld; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi á hægri kantinum. Martin Lund Pedersen heldur svo áfram að skila mörkum og Þórir Guðjónsson fór í gang í seinni hálfleik og hefði þá hæglega getað skorað þrennu. Aðrir áttu fínan leik; Gunnar Már Guðmundsson og Igor Jugovic náðu vel saman á miðjunni og vörnin spilaði nokkuð vel eftir erfiðleika framan af.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar var skelfilegur í kvöld og ekki boðlegur í efstu deild. Fjölnismenn áttu mjög auðvelt með að finna sína fremstu menn í fætur og Þrótturum gekk illa að loka sendingaleiðum inn á þá. Þeir sluppu með það framan af leik en það var ekki þeim að þakka. Fyrsta markið kom þegar Birnir fékk boltann óáreittur í svæðinu milli miðju og varnar og fékk tíma til að skjóta. Skömmu áður komst Pedersen í dauðafæri eftir svipaðan aðdraganda. Í seinni hálfleik gáfust Þróttarar svo upp og virkuðu einfaldlega bensínlausir eins og svo oft í sumar. Heimamenn sköpuðu sér frábær færi á fyrsta hálftímanum en þeir höfðu engar lausnir í seinni hálfleik, hvorki í vörn né sókn.Hvað gerist næst? Þróttarar mæta Víkingi Ó. í nýliðaslag á þriðjudag þar sem þeir fá tækifæri til að svara fyrir skellinn í kvöld. Þróttur hefur áður komið til baka eftir stórtöp í sumar en það er lýjandi að þurfa að gera það til lengdar eins og Gregg Ryder, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við Vísi eftir leik. Rúmar tvær vikur eru í næsta leik Fjölnis sem er gegn Stjörnunni í Garðabænum. Strákarnir hans Ágústs Gylfason líta mjög vel út þessa dagana og eru líklegir til afreka.Ryder: Get ekki stjórnað hugarfari leikmannanna Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þungur á brún eftir skellinn sem hans menn fengu gegn Fjölni í kvöld. „Ég er miður mín, það er hræðilegt að tapa svona,“ sagði Ryder sem orðinn þreyttur á öllum stórtöpunum sem Þróttur hefur þurft að þola á tímabilinu. „Við fáum stig og svo fáum við skell. Við töluðum um þetta fyrir leik en ég get ekki stjórnað hugarfari leikmanna algjörlega. Þetta er ekki nógu gott. „Ég vildi ekki óska þess að þyrftum ekki alltaf að rífa okkur upp eftir slæm úrslit. Svona gengur þetta en ég er bjartsýnn á að við komum til baka. En hugarfarið þarf að vera miklu betra.“ Þróttarar voru hættulegri aðilinn fram að fyrsta markinu og Dion Acoff fékk m.a. tvö dauðafæri í sömu sókninni. Ryder segir að það hefði eflaust breytt leiknum ef Bandaríkjamaðurinn hefði skorað. „Leikurinn var mjög opinn í fyrri hálfleik og bæði lið fengu færi. Það var líklegt að liðið sem skoraði fyrsta markið myndi vinna leikinn eins og kom svo á daginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.Ágúst: Birnir er að stíga skref fram á við Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ánægður með sína stráka eftir 0-5 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld. „Við áttum góðan dag, skoruðum fimm mörk og fengum ekkert á okkur. Menn stóðu sig mjög vel,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þróttarar fengu reyndar 2-3 dauðafæri í fyrri hálfleik, það má ekki taka það af þeim. Þeir voru inni í leiknum alveg fram að fyrsta markinu. En við leiddum 0-2 í hálfleik og það þurfti aðeins að halda mönnum á jörðinni í hálfleiknum. En við spiluðum gríðarlega sterkan seinni hálfleik.“ Birnir Snær Ingason átti skínandi góðan leik á hægri kantinum og skilaði tveimur mörkum og stoðsendingu. Ágúst var spurður hvort þar væri kominn arftaki Arons Sigurðarsonar. „Það má vel vera. Við eigum nóg af Aronum Sig í Grafarvoginum. Birnir er að stíga skref fram á við núna og er að standa sig vel,“ sagði þjálfarinn. Fjölnir er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig, einu stigi á eftir toppliði FH. En telur Ágúst að Grafarvogsliðið geti barist á toppnum í sumar? „Ég sagði einhvern tímann að tilvera okkar væri í toppbaráttu og við höfum spilað vel og unnið þrjá leiki í röð. Eins og staðan er í dag, af hverju ekki? En það er langt í land og fullt af leikjum eftir.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Fjölnir vann stórsigur á Þrótti, 0-5, þegar liðin mættust í Laugardalnum í 8. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Fjölnismenn eru áfram í 2. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Íslandsmeisturum FH sem unnu Fylki í kvöld. Þróttarar eru aftur á móti í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með sjö stig, jafn mörg og ÍA en lakari markatölu. Leikurinn var nokkuð jafn fram að fyrsta markinu sem Birnir Snær Ingason skoraði með glæsilegu skoti á 39. mínútu. Mínútu síðar var Birnir aftur á ferðinni og staðan orðin 0-2. Í seinni hálfleik áttu Þróttarar aldrei möguleika og gestirnir bættu þremur mörkum við. Martin Lund Pedersen skoraði þriðja markið á 62. mínútu eftir sendingu frá Birni og Þóri Guðjónsson gerði svo síðustu mörk leiksins og öruggur 0-5 sigur Fjölnis staðreynd.Af hverju vann Fjölnir? Sóknarleikur Fjölnismanna er sá besti í Pepsi-deildinni enda hafa þeir skorað langflest mörk allra liða. Þróttaravörnin er aftur á móti sú slakasta og sást bersýnilega í kvöld. Þróttarar voru í ágætis málum fram að fyrsta markinu og fengu hættulegri færi til að skora. Dion Acoff fékk tvö dauðafæri í sömu sókninni á 13. mínútu og ef hann hefði skorað er aldrei að vita hvað hefði gerst. En ef og hefði hjálpa Þrótti lítið og eftir tvöfalda rothöggið hans Birnis áttu þeir sér ekki viðreisnar von. Fjölnismenn eru frábærir fram á við og hreinlega tættu Þróttarana í sig hvað eftir annað. Það er góður taktur í Grafarvogsliðinu og leikmenn þess virðast vita nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim. Það er merki góðra liða.Þessir stóðu upp úr Birnir Snær gerir sitt besta til að fylla upp í skarðið sem Aron Sigurðarson skildi eftir sig. Strákurinn var góður á móti KR og frábær í kvöld; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi á hægri kantinum. Martin Lund Pedersen heldur svo áfram að skila mörkum og Þórir Guðjónsson fór í gang í seinni hálfleik og hefði þá hæglega getað skorað þrennu. Aðrir áttu fínan leik; Gunnar Már Guðmundsson og Igor Jugovic náðu vel saman á miðjunni og vörnin spilaði nokkuð vel eftir erfiðleika framan af.Hvað gekk illa? Varnarleikur Þróttar var skelfilegur í kvöld og ekki boðlegur í efstu deild. Fjölnismenn áttu mjög auðvelt með að finna sína fremstu menn í fætur og Þrótturum gekk illa að loka sendingaleiðum inn á þá. Þeir sluppu með það framan af leik en það var ekki þeim að þakka. Fyrsta markið kom þegar Birnir fékk boltann óáreittur í svæðinu milli miðju og varnar og fékk tíma til að skjóta. Skömmu áður komst Pedersen í dauðafæri eftir svipaðan aðdraganda. Í seinni hálfleik gáfust Þróttarar svo upp og virkuðu einfaldlega bensínlausir eins og svo oft í sumar. Heimamenn sköpuðu sér frábær færi á fyrsta hálftímanum en þeir höfðu engar lausnir í seinni hálfleik, hvorki í vörn né sókn.Hvað gerist næst? Þróttarar mæta Víkingi Ó. í nýliðaslag á þriðjudag þar sem þeir fá tækifæri til að svara fyrir skellinn í kvöld. Þróttur hefur áður komið til baka eftir stórtöp í sumar en það er lýjandi að þurfa að gera það til lengdar eins og Gregg Ryder, þjálfari liðsins, sagði í viðtali við Vísi eftir leik. Rúmar tvær vikur eru í næsta leik Fjölnis sem er gegn Stjörnunni í Garðabænum. Strákarnir hans Ágústs Gylfason líta mjög vel út þessa dagana og eru líklegir til afreka.Ryder: Get ekki stjórnað hugarfari leikmannanna Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, var þungur á brún eftir skellinn sem hans menn fengu gegn Fjölni í kvöld. „Ég er miður mín, það er hræðilegt að tapa svona,“ sagði Ryder sem orðinn þreyttur á öllum stórtöpunum sem Þróttur hefur þurft að þola á tímabilinu. „Við fáum stig og svo fáum við skell. Við töluðum um þetta fyrir leik en ég get ekki stjórnað hugarfari leikmanna algjörlega. Þetta er ekki nógu gott. „Ég vildi ekki óska þess að þyrftum ekki alltaf að rífa okkur upp eftir slæm úrslit. Svona gengur þetta en ég er bjartsýnn á að við komum til baka. En hugarfarið þarf að vera miklu betra.“ Þróttarar voru hættulegri aðilinn fram að fyrsta markinu og Dion Acoff fékk m.a. tvö dauðafæri í sömu sókninni. Ryder segir að það hefði eflaust breytt leiknum ef Bandaríkjamaðurinn hefði skorað. „Leikurinn var mjög opinn í fyrri hálfleik og bæði lið fengu færi. Það var líklegt að liðið sem skoraði fyrsta markið myndi vinna leikinn eins og kom svo á daginn,“ sagði þjálfarinn að lokum.Ágúst: Birnir er að stíga skref fram á við Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, var að vonum ánægður með sína stráka eftir 0-5 sigur á Þrótti í Laugardalnum í kvöld. „Við áttum góðan dag, skoruðum fimm mörk og fengum ekkert á okkur. Menn stóðu sig mjög vel,“ sagði Ágúst eftir leik. „Þróttarar fengu reyndar 2-3 dauðafæri í fyrri hálfleik, það má ekki taka það af þeim. Þeir voru inni í leiknum alveg fram að fyrsta markinu. En við leiddum 0-2 í hálfleik og það þurfti aðeins að halda mönnum á jörðinni í hálfleiknum. En við spiluðum gríðarlega sterkan seinni hálfleik.“ Birnir Snær Ingason átti skínandi góðan leik á hægri kantinum og skilaði tveimur mörkum og stoðsendingu. Ágúst var spurður hvort þar væri kominn arftaki Arons Sigurðarsonar. „Það má vel vera. Við eigum nóg af Aronum Sig í Grafarvoginum. Birnir er að stíga skref fram á við núna og er að standa sig vel,“ sagði þjálfarinn. Fjölnir er í 2. sæti Pepsi-deildarinnar með 19 stig, einu stigi á eftir toppliði FH. En telur Ágúst að Grafarvogsliðið geti barist á toppnum í sumar? „Ég sagði einhvern tímann að tilvera okkar væri í toppbaráttu og við höfum spilað vel og unnið þrjá leiki í röð. Eins og staðan er í dag, af hverju ekki? En það er langt í land og fullt af leikjum eftir.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira