Andri Snær ásamt eiginkonu sinni Margréti.Vísir/Eyþór
Andri Snær Magnason, rithöfundur og forsetaframbjóðandi, greiddi atkvæði í kosningum til forseta í dag. Hann mætti í Menntaskólann í Sund á ellefta tímanum í morgun ásamt fjölskyldu sinni.
Andri og sonur hans kusu saman í dag.Vísir/ÞÞEiginkona hans Margrét Sjöfn Torp greiddi einnig atkvæði og elsti sonur þeirra hjóna, Hlynur Snær, sem var að kjósa í fyrsta skipti.
„Maður getur ekki kosið pabba sinn á hverjum degi, en ég mæli með þessu,“ sagði Hlynur Snær sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni og til að mynda klippt myndbönd fyrir pabba sinn.
Andri Snær mældist með 12,9 prósent í síðustu könnun Fréttablaðsins, Vísis og Stöðvar 2 en spennandi verður að sjá hver lokaniðurstaðan verður í nótt þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum.
Andri ásamt fjölskyldu sinni í dag. Vísir/EyþórFalleg fjölskylda.Vísir/EyþórFjölskyldan á leið í kjördeildina.Vísir/EyþórAndri að koma út úr kjörklefanum.Vísir/Eyþór