Ólga og rasismi í Bretlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 28. júní 2016 07:00 Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Brexit Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu Breta á fimmtudag í síðustu viku hafa margir hatursglæpir verið tilkynntir til bresku lögreglunnar. Þá hafa liðna helgi rasísk ummæli og uppákomur verið skjalfestar á samfélagsmiðlum, svo sem á Twitter og Facebook, merkt myllumerkinu #postrefracism. Lögreglan í vesturhluta London rannsakar árás gegn pólskum menningarsamtökum í borginni. Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda í Bretlandi. Á byggingu samtakanna var krotað; „Farið heim.“ Í Cambridgeshire var bæklingum dreift með slagorðunum: Farið úr Evrópu/Ekki fleiri pólsk meindýr. Slagorðin voru bæði á ensku og pólsku. Morguninn sem úrslitin voru ljós var blaðamaður staddur á hóteli við Piccadilly-torg. Á hótelinu starfa að stærstum hluta Pólverjar, Ungverjar og Rúmenar. Starfsfólkið grét og var í augljósu uppnámi vegna niðurstöðu kosninganna. „Við vitum ekkert, við vitum ekki hvort við þurfum að fara heim. Ég hef verið hér í fimm ár,“ sagði ungversk stúlka, sem hafði unnið sig upp í starf móttökustjóra á hótelinu. Ítölsk samstarfskona hennar tók undir með henni. „Það er ekki bara það. Við erum ekki hluti af heildinni, við erum aðskotahlutir. Okkur líður eins og við séum óvelkomin,“ sagði hún. Rasistar virðast nýta sér kosningaúrslitin til þess að koma skilaboðum sínum á framfæri þrátt fyrir að leiðtogar Brexit-kosningabaráttunnar hafi tekið skýrt fram að nýtt kerfi fyrir innflytjendur myndi ekki hafa áhrif á íbúa Bretlands frá Evrópusvæðinu. „Það verða engar breytingar fyrir íbúa Evrópu sem eru nú þegar löglega búsettir í Bretlandi,“ segir á vefsíðu kosningabaráttunnar. Þá tók borgarstjóri London, Sadiq Khan, fram að Evrópubúar væru áfram velkomnir til London. Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna og einn helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, gerði einnig sitt til þess að lægja öldurnar. Í viðtali við Telegraph um helgina sagði hann að réttinda Evrópubúa í Bretlandi yrði gætt. „Og það sama gildir um breska ríkisborgara sem búa í Evrópu. Bretar geta enn farið til Evrópu, til að vinna, búa, ferðast, læra, kaupa sér heimili og setjast þar að,“ sagði hann. Þrátt fyrir allar þessar fullyrðingar upplifa innflytjendur bæði óvissu og óvild og það má kannski skilja sé litið til skjalfests áreitis og hatursglæpa sem sagt er frá á samfélagsmiðlum.Hlutabréfahrun í breskum bönkum Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu. Mikil ókyrrð hefur verið á breskum hlutabréfamarkaði frá því að niðurstaða Brexit-kosninganna lá fyrir. Bretland er með fjórða stærsta bankakerfi í heimi. Hlutabréf í breskum bönkum og alþjóðlegum fjármálastofnunum hafa hrunið frá kosningunum. Við lokun markaða í gær hafði gengi bréfa í Lloyds lækkað um 28 prósent frá kosningum og í RBS um 30 prósent. Um eftirmiðdaginn í gær hafði gengi bréfa í JPMorgan lækkað um 10 prósent og í Citigroup um 13 prósent. Greiningaraðilar spá versnandi áhrifum af Brexit. Spáð er að atvinnuleysi muni ná 5,9 prósentum árið 2017 í Bretlandi, og að hagvöxtur muni dragast verulega saman bæði í Bretlandi og á evrusvæðinu.
Brexit Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira