Dísilvélasvindl Volkswagen kostar 1.875 milljarða í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 28. júní 2016 09:31 Það eru ekki litlir peningar sem dísilvélasvindl Volkswagen mun kosta fyrirtækið í Bandaríkjunum. Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Nú er kostnaður sá sem fellur á Volkswagen í Bandaríkjunum að koma í ljós vegna dísilvélasvindls þess. Svindlið vestanhafs varðar 475.000 bíla og þarf Volkswagen að bjóða eigendum þeirra að kaupa þá til baka. Kostnaður sem af því hlýst, auk sekta sem Volkswagen þarf að standa straum af nema stórvægilegri upphæð, eða 1.875 milljörðum króna. Heildarfjöldi þeirra bíla sem dísilvélasvindlið á við um allan heim er um 11 milljónir og því er hér aðeins um að ræða innan við 5% þeirra. Þó er ljóst að kostnaður Volkswagen vegna þeirra er lang mestur í Bandaríkjunum. Eigendur bílanna í Evrópu eru ekki sáttir við að þeim standi ekki sama sáttargjörð til boða og eigenda bílanna í Bandaríkjunum. Hver bíleigandi í Bandaríkjunum mun fá á bilinu 640.000 til 1.250.000 krónur í skaðabætur ef þeir ekki selja bíl sinn til Volkswagen aftur. Mismunurinn skýrist af mismunandi bílgerðum og stærð þeirra. Ef að margir af eigendum Vokswagen bílanna samþykkja bótagreiðslurnar frá Volkswagen og fyrirtækið þarf ekki að kaupa nema hluta þeirra til baka, mun kostnaður Volkswagen lækka mikið.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent