Brexit hefur enn ekki minnkað bílasölu í Bretlandi Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2016 15:06 Fínasti gangur er enn í bílasölu í Bretlandi. Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti. Brexit Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent
Að sögn bílasala í Bretlandi hefur tilvonandi útganga Bretlands úr Evrópusambandinu ekki enn haft nein áhrif á góða bílasölu í landinu. Um helgina var enn stríður straumur tilvonandi kaupenda í bílasölum landsins. Þar á bæ hafa menn því ekki breytt spám um góða bílasölu í ár en nýtt met var slegið í fyrra í bílasölu í Bretlandi er seldust 2,63 milljón bílar. Spáð hefur verið um 2,7 milljón bíla sölu í ár og fátt sem bendir til þess að hún verði minni. Því er ef til vill sá hræðsluáróður sem hefur verið flengt fram frá atkvæðagreiðslunni stormur í vatnsglasi og tæki þeirra sem vilja frá ákvörðuninni hnekkt. Lágir vextir og gott aðgengi að lánsfjármagni hefur hvatt fólk mjög til bílakaupa á undanförnum misserum í Bretlandi og ekkert er því til fyrirstöðu að svo verði áfram og því gæti bílasalan haldið áfram að sama krafti.
Brexit Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent