Bogut til varnar mótherja sínum í úrslitum NBA | Þetta fólk er fífl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 10:30 Andrew Bogut og Kevin Love í baráttunni undir körfunni. Vísir/Getty Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira