10 verðmætustu bílamerkin Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 09:04 Merki Toyota er langverðmætasta bílamerki heims. Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent
Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent