10 verðmætustu bílamerkin Finnur Thorlacius skrifar 10. júní 2016 09:04 Merki Toyota er langverðmætasta bílamerki heims. Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Á hverju ári er kannað í Bandaríkjunum hvaða bílamerki eru þau verðmætustu í hugum almennings. Sem oft áður er það Toyota sem vermir efsta sæti listans, nú fjórða árið í röð. Þar á eftir koma svo bílamerkin BMW, Mercedes Benz, Honda og Ford. Athygli vekur að Volkswagen dettur útaf lista þeirra 10 verðmætustu í kjölfar dísilvélasvindlsins og í stað þess kemur Tesla nýtt inná listann góða, í tíunda sætinu. Er verðmæti Tesla merkisins metið á 4,4 milljarða dollara en Toyota á 29,5 milljarða dollara, eða á 3.630 milljarða króna. Á eftir Ford í sjötta sæti kemur svo Nissan, síðan Audi, svo Land Rover, þá Porsche og Tesla í því tíunda. Einnig vekur athygli að aðeins tvö bandarísk bílmerki ná inná þenna topp 10 lista, eða Ford og Tesla, en 4 þýsk og 3 japönsk. Land Rover er í eigu indverskra eigenda, þ.e. Tata Motors, þó svo bílamerkið sé breskt.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent