Æfingin var opin fyrir almenning og á KSÍ von á 400 manns í dag. Aðstæður eru allar hinar bestu, völlurinn er fallegur sem og umhverfið auk þess sem að það er glampandi sólskin og blankalogn.
Það voru engin viðtöl veitt við þjálfara og leikmenn á æfingunni í dag en fjölmiðlum er þó heimilt að fylgjast með allri æfingunni.
Hér fyrir neðan er hægt að horfa aftur á útsendingu Vísis frá æfingunni en þar má meðal annars sjá strákana okkar syngja afmælissönginn fyrir þjálfara sinn Heimi Hallgrímsson.