Úr 2. deildinni í byrjunarlið Frakklands á EM á tveimur árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2016 18:05 N'Golo Kante byrjar gegn Rúmeníu. vísir/getty Byrjunarliðin eru klár fyrir opnunarleik EM í fótbolta 2016 þar sem gestgjafar Frakka taka á móti Rúmenum á Stade de France í St. Denis. Franska liðið er afskaplega vel mannað sem sýnir sig kannski best í því að það er með Anthony Martial, strákinn sem sló í gegn með Manchester United í vetur, á varamannabekknum. Dmitri Payet, leikmaður West Ham, er í byrjunarliðinu en hann leikur á vinstri kantinum, hinn magnaði Antoine Griezmann á þeim hægri og fremstur er Oliver Giroud. Miðja franska liðsins er virkilega öflug og hlaupagetan nánast endalaus. Þar byrja í kvöld Paul Pogba, Blaise Matuidi og N'Golo Kante, nýkrýndur Englandsmeistari með Leicester. Uppgangur Kante hefur verið ótrúlegur síðustu tvö árin en í maí 2014 komst hann upp úr 2. deildinni í Frakklandi með Caen. Tveimur árum síðan varð hann Englandsmeistari með Leicester. Kante, sem er 25 ára gamall, var í fyrsta sinn kallaður inn í franska landsliðshópinn í mars á þessu ári og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Hollandi 25. mars. Kante spilar í kvöld sinn fimmta landsleik frá því hann var fyrst valinn í mars og er í byrjunarliði gestgjafa Frakka sem eru líklegir til afreka á mótinu. Hreint ótrúleg tveggja ára saga hjá mögnuðum leikmanni.Byrjunarlið Frakklands: Hugo Lloris; Bacary Sagna, Adil Rami, Laurent Koscielny, Patrice Evra; N'Golo Kante, Blaise Matuidi, Paul Pogba; Antoine Griezmann, Dmitri Payet, Oliver Giroud. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Byrjunarliðin eru klár fyrir opnunarleik EM í fótbolta 2016 þar sem gestgjafar Frakka taka á móti Rúmenum á Stade de France í St. Denis. Franska liðið er afskaplega vel mannað sem sýnir sig kannski best í því að það er með Anthony Martial, strákinn sem sló í gegn með Manchester United í vetur, á varamannabekknum. Dmitri Payet, leikmaður West Ham, er í byrjunarliðinu en hann leikur á vinstri kantinum, hinn magnaði Antoine Griezmann á þeim hægri og fremstur er Oliver Giroud. Miðja franska liðsins er virkilega öflug og hlaupagetan nánast endalaus. Þar byrja í kvöld Paul Pogba, Blaise Matuidi og N'Golo Kante, nýkrýndur Englandsmeistari með Leicester. Uppgangur Kante hefur verið ótrúlegur síðustu tvö árin en í maí 2014 komst hann upp úr 2. deildinni í Frakklandi með Caen. Tveimur árum síðan varð hann Englandsmeistari með Leicester. Kante, sem er 25 ára gamall, var í fyrsta sinn kallaður inn í franska landsliðshópinn í mars á þessu ári og spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Hollandi 25. mars. Kante spilar í kvöld sinn fimmta landsleik frá því hann var fyrst valinn í mars og er í byrjunarliði gestgjafa Frakka sem eru líklegir til afreka á mótinu. Hreint ótrúleg tveggja ára saga hjá mögnuðum leikmanni.Byrjunarlið Frakklands: Hugo Lloris; Bacary Sagna, Adil Rami, Laurent Koscielny, Patrice Evra; N'Golo Kante, Blaise Matuidi, Paul Pogba; Antoine Griezmann, Dmitri Payet, Oliver Giroud.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Gestgjafarnir með söguna með sér í liði Frakkar eru taldir líklegir til afreka á EM á heimavelli. Liðið er sterkt og svo er sagan þeim hagstæð. Frakkar eru með frábæra blöndu leikmanna í sínu liði. 10. júní 2016 06:00