Best klæddu bræðurnir í Leifsstöð með húsvískt blóð í æðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2016 22:30 Bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir hlakka til að fylgjast með strákunum okkar í Frakklandi. Vísir/Vilhelm Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Öllum gestum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt, aðfaranótt laugardags, var ljóst hvert bræðurnir Aron og Arnar Unnarssynir væru á leiðinni. Kópavogsbúarnir efnilegu voru klæddir í íslenska landsliðsbúninginn frá toppi til táar og klárir í Evrópumótið í knattspyrnu með foreldrum sínum. Reyndar ekki bara foreldrum sínum heldur hópi um sextíu manns sem ætlar að halda til í kringum Avignon og ferðast saman í leikina gegn Portúgal í Saint-Étienne og Ungverjalandi í Marseille. Öll eiga þau rætur að rekja til Húsavíkur, eins og fleiri knattspyrnumenn. Nægir að nefna feðgana Arnór og Eið Smára Guðjohnsen sem dæmi. „Ég er mjög spenntur,“ seigr Aron sem æfir fótbolta með Breiðabliki og einnig handbolta með HK. Hann hefur góða trú á okkar mönnum. „Ég er bara nokkuð bjartsýnn. Ég held að við náum að standa okkur vel,“ segir Aron sem hefur farið á nokkra landsleiki á Laugardalsvelli. Báðir númer tíu Arnar sex ára, sem er skírður í höfuðið á afa sínum íþróttafréttamanninum Arnari Björnssyni, var þolinmóður í innritunarröðinni og eðlilega spenntur. Hann hefur einu sinni farið til útlanda áður, þá til Spánar, og klár í slaginn.Arnar var klæddur í treyju númer tíu og var fljótur til svars aðspurður hvers vegna tíu hefði orðið fyrir valinu: „Af því hann er númer tíu,“ segir Arnar og bendir á Aron stóra bróður. Hann æfir þó ekki fótbolta eins og stóri bróðir.„Ég æfði þegar ég var lítill en ég hætti,“ segir Arnar og svarar neitandi spurður hvort hann ætli ekki að byrja að æfa aftur. Aron stóri bróðir var ekki alveg að kaupa svarið hjá þeim yngri og greinilegt að ekkert er meitlað í stein varðandi framtíð þess sex ára í fótboltanum. Hann virkaði klár í landsleik í Leifsstöð því auk gallans var hann einnig kominn í gervigrasskóna. Allt klárt.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02 Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30 Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22 Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Aron Einar: Sérsveitarmaður mætti með sniper-riffil með okkur í golf Fyrirliði landsliðsins fyllist öryggistilfinningu að vera með alla þessa gæslu í kringum strákana okkar. 11. júní 2016 17:02
Ljósmyndari Vísis myndaði strákana okkar í bak og fyrir á hótelinu í Annecy Það væsir ekki um okkar menn á Les Trésoms í Annecy eins og meðfylgjandi myndir sína. 11. júní 2016 16:30
Lars: Gistum aldrei á svona hóteli þegar ég þjálfaði Svíþjóð Landsliðsþjálfarinn er meira en kátur með liðshótel strákanna okkar í Annecy. 11. júní 2016 16:22