Yfirmaður hersveitanna segir að leiðtogar ISIS hafi flúið Sirte og fregnir hafa borist af því að vígamenn hafi rakað skegg sitt og hár til að reyna að fela sig meðal borgara.
Árásin á Sirte var studd af loftárásum og herskipum sem skutu eldflaugum á hafnarmannvirki. Borgin var áður heimabær Muammar Gadaffi, einræðisherra Líbýu.