Ragnar: Jack Bauer með bakpoka fullan af vopnum sem ver okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2016 15:55 Ragnar Sigurðsson hefur það gott og er öruggur á hótelinu. vísir/vilhelm Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar fengu að heimsækja strákana okkar á liðshótelið í Annecy þar sem þeir dvelja á meðan mótinu stendur þegar þeir eru ekki á leikstað. Hótelið er ekki stórt en afskaplega huggulegt og á frábærum stað hálfa leið upp í fjalli með magnað útsýni yfir Annecy-vatnið. Þarna hafa þeir allt til alls og mátti sjá að strákunum líður vel.Sjá einnig:Ljósmyndari Vísis myndaði strákana í bak og fyrir á hótelinu „Það er mjög gott að vera einir á hótelinu. Ég hef aldrei upplifað þetta áður,“ segir Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, í samtali við Vísi en hann hefur ferðast mikið með félagsliðum sínum á ferlinum sem og íslenska landsliðinu. „Þetta er það stór viðburður og allt í kringum mótið er svo stórt. Þetta kostar svo ógeðslega mikla peninga allt saman að mér finnst ekkert að því að við tökum heilt hótel út af fyrir okkur,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið er öryggisgæslan í kringum íslenska liðið gríðarleg. Á annað hundrað öryggisvarða koma að því að verja okkar menn og standa nokkrir þeirra vaktina allan sólarhringinn. Fjölmiðlar fengu lögreglufylgd í liðsrútu Íslands á hótelið þar sem aldrei var stoppað á rauðu ljósi. Þegar að hótelinu var komið beið þar hópur lögreglumanna og annað eins af sérsveitarmönnum. „Það er svolítið öðruvísi að vera hérna með alla þessa öryggisverði. Maður hugsar alveg að það gæti eitthvað gerst. Þess vegna eru þeir nú hérna. En við verðum að leggja okkar traust á þá. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en einum öryggisvarðanna líkir hann við persónuna Jack Bauer úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum 24. „Það er einn hérna sem er orðinn samkeppnisaðili Togga (Þorgríms Þráinssonar). Þetta er algjör Jack Bauer, rosalega hávaxinn og myndarlegur karl sem gengur um með skammbyssu og bakpoka fullan af vopnum,“ sagði Ragnar brosandi. „Ef eitthvað gerist þá hleyp ég bara til hans. Þetta er aðalgaurinn. Það eru þrír eða fjórir hérna í kringum okkur en ef eitthvað kemur upp á þá fer ég beint í Bauerinn,“ sagði Ragnar Sigurðsson.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45 Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13 Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49 Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp mörk fyrir hvorn annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Kristall skaut Sønderjyske áfram Í beinni: Real Madrid - Marseille | Fyrsti Evrópuleikurinn hjá Alonso Í beinni: Tottenham - Villarreal | Guli kafbáturinn í London Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Sjá meira
Eiður Smári: Ekki amalegt að kveikja svona í keppninni Eiður Smári Guðjohnsen fékk fiðring í magann við að horfa á opnunarleik Evrópumeistaramótsins. 11. júní 2016 13:45
Sjáðu öll viðtölin við strákana okkar hér Heimir Hallgrímsson, Aron Einar Gunnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Arnór Ingvi Traustason, Theodór Elmar Bjarnason og Ari Freyr Skúlason ræddu allir við Vísi í morgun. 11. júní 2016 11:13
Heimir um skipulagið: Ekki allt eins og við ætluðum okkur Landsliðsþjálfarinn tekur þá afstöðu að láta ekki litlu hlutina pirra starfslið íslenska landsliðsins í Frakklandi. 11. júní 2016 10:49
Emil og Elmar glíma við meiðsli "Ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari. 11. júní 2016 10:35