Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 21:39 England hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Hodgson á stórmótum. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira