Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 21:39 England hefur aðeins unnið tvo af átta leikjum sínum undir stjórn Hodgson á stórmótum. vísir/getty Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, var að vonum svekktur að hafa ekki náð sigri gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var sterkari aðilinn í leiknum og komst yfir með marki Erics Dier á 73. mínútu. En Vasili Berezutski, fyrirliði Rússa, jafnaði metin þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og þar við sat. „Það er alltaf svekkjandi þegar þú færð á þig mark þegar mínúta er eftir af leiknum,“ sagði Hodgson í samtali við BBC eftir leikinn. „Ef frá eru taldar fyrstu 15 mínútur seinni hálfleiks vorum við með fulla stjórn á leiknum. Ég hefði verið ánægður með 1-0 sigur en þeir jöfnuðu undir lokin.“ Hodgson varði þá ákvörðun sína að taka Wayne Rooney, fyrirliða Englands, af velli þegar 12 mínútur voru til leiksloka. „Við skiptum Rooney, sem var farinn að þreytast, út fyrir Jack Wilshere. Það breytti ekki miklu í okkar leik. Við tókum Raheem Sterling, sem átti marga langa spretti, líka út af fyrir James Milner. Hugsunin með þeirri skiptingu var að þétta liðið og hjálpa okkur að verjast föstum leikatriðum. Það virkaði ekki,“ sagði Hodgson sem ítrekaði hversu mikil vonbrigði úrslitin væru. „Mér fannst við spila nánast eins vel og við mögulega gátum í fyrri hálfleik. Svo náðum við okkur aftur á strik eftir erfiða byrjun á seinni hálfleik og vorum óheppnir að bæta ekki við marki. „Mér líður eins og við höfum tapað því við vorum nánast byrjaðir að fagna sigri,“ sagði landsliðsþjálfarinn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira