Ófarir Englendinga í opnunarleikjum | Aðeins fimm sigrar í 23 tilraunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2016 23:15 Rússar fagna jöfnunarmarki Vasilis Berezutski. Joe Hart, markvörður Englands, er ekki sáttur. vísir/getty Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Englendingar fóru illa að ráði sínu gegn Rússum í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi í kvöld. Enska liðið var mun sterkara í leiknum sem fór fram í Marseille og komst yfir á 73. mínútu þegar Eric Dier skoraði. En þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Vasili Berezutski, fyrirliði Rússlands, boltann yfir Joe Hart í marki Englands og jafnaði metin. Lokatölur 1-1.Sjá einnig: Hodgson: Líður eins og við höfum tapað Það verður seint sagt að Englendingum gangi vel í opnunarleikjum sínum á EM en þeir ekki enn unnið fyrsta leik sinn á Evrópumóti í níu tilraunum. England hefur fimm sinnum gert jafntefli og tapað fjórum opnunarleikjum.Mark Erics Dier dugði ekki til.vísir/gettyÞessi slaka byrjun Englendinga einskorðast ekki bara við EM því vanalega byrja þeir einnig illa á HM. England hefur 14 sinnum leikið á HM en aðeins fimm sinnum unnið fyrsta leikinn sinn á mótinu. Samanlagt hefur enska landsliðið því einungis unnið fimm af 23 opnunarleikjum sínum á HM og EM í sögunni. Það er þó ekki alltaf slæmur fyrirboði því á þeim þremur stórmótum sem Englandi hefur gengið best á vann liðið ekki fyrsta leikinn sinn á því tiltekna móti. Á HM á heimavelli 1966 gerði England markalaust jafntefli við Mexíkó í fyrsta leik sínum en vann alla leiki eftir það og stóð uppi sem heimsmeistari.Alan Shearer kom Englandi yfir gegn Sviss í opnunarleiknum á EM 1996. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.vísir/gettyÁ HM á Ítalíu 1990 gerðu Englendingar 1-1 jafntefli við Íra í fyrsta leik sínum en fóru svo alla leið í undanúrslit og enduðu að lokum í 4. sæti. Og á EM á heimavelli 1996 byrjaði enska liðið á því að gera 1-1 jafntefli við Sviss en fór svo í undanúrslit líkt og á HM sex árum fyrr.Árangur Englands í opnunarleikjum á EM: 9 leikir: 0 sigrar, 5 jafntefli, 4 töp Árangur Englands í opnunarleikjum á HM: 14 leikir: 5 sigrar, 6 jafntefli, 3 töp Samtals:23 leikir: 5 sigrar, 11 jafntefli, 7 töp
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn