Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, sat fyrir svörum á fundinum ásamt Alfreð Finnbogasyni og Birki Bjarnasyni en þeir voru spurðir spjörunum úr af íslenskum og erlendum fjölmiðlamönnum.
Fréttamenn frá Portúgal, Ungverjalandi, Austurríki, Danmörku og Bretlandi voru á fundinum og spurðu strákana okkar í þann hálftíma sem bauðst.
Hér að neðan má lesa beina lýsingu frá fundinum á Twitter. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá fundinn í heild sinni.