Óeirðir í Marseille: Spörkuðu í hausa og létu öllum illum látum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júní 2016 08:39 Lögregla hafði í nógu að snúast í Marseille í gærkvöldi þar sem stuðningsmenn létu illum látum. Vísir/EPA Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira
Tveir stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru alvarlega slasaðir eftir gróf slagsmál við stuðningsmenn Rússa bæði fyrir og eftir viðureign þjóðanna á EM í Frakklandi í gær. Leiknum lauk með dramatísku 1-1 jafntefli þar sem fyrirliði Rússa jafnaði metin í blálokin. Gærdagsins verður þó minnst fyrir atburði utan vallar. Fjöldi stuðningsmanna gisti á sjúkrahúsi í nótt eftir óeirðirnar en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum í Marseille slasaðist 31, þar á meðal eldri maður sem missti meðvitund og annar Englendingur sem fékk hjartaáfall. Eftir átök á milli stuðningsmanna Englands og Rússlands við gömlu höfnina í Marseille í aðdraganda leiksins brutust út slagsmál á Stade Velodrome í leikslok. Íslendingar mæta Ungverjum á þessum sama velli 18. júní. Enskir stuðningsmenn sáust á flótta undan hópi sem virtist skipaður Rússum, sumir huldu höfuð sín og kveiktu í flugeldum. Höfðu þeir brotið sér leið framhjá öryggisvörðum að því er Guardian greinir frá.Lögregla þurfti að beita táragasi síðar um kvöldið í frönsku borginni eftir að óeirðirnar héldu áfram að leik lokknum. Þá var neðanjarðarlestakerfi borgarninar lokað um um tíma eftir leik. Evrópska knattspyrnusambandið mun taka óeirðirnar á leikvanginum í gærkvöldi til skoðunar og er talið líklegt að rússneska knattspyrnusambandið eigi yfir höfði sér refsingu. Rússar halda sem kunnugt er HM í knattspyrnu árið 2018. Haft var eftir íþróttamálaráðherra Rússa, Vitaly Mutko, að þeir reiknuðu með sekt frá UEFA. Að neðan má sjá myndir og upptöku frá óeirðunum í gær. Þær eru ekki fyrir viðkvæma.Marseille violence: AS editor @AS_Relano on the incidents in southern France https://t.co/xG9a5yXxTM pic.twitter.com/HINLpCHPH7— AS English (@English_AS) June 12, 2016 Euro 2016: Uefa investigate violence between England and Russia fans in Marseille after day… https://t.co/TKVKSETs4y pic.twitter.com/knPeidKp5Q— Telegraph Football (@TeleFootball) June 12, 2016 Scenes in Marseille yesterday. Unbelievable! pic.twitter.com/eVJ0eQzlGl— GeniusFootball (@GeniusFootball) June 12, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 English hooligan enters into cardiac arrest as violence flares in Marseille https://t.co/BshGnCLdCL pic.twitter.com/adJhKj10BC— AS English (@English_AS) June 11, 2016 The behaviour of England fans in Marseille is "embarrassing" says Andy Burnham #EURO2016 https://t.co/1oyH5Rcigo pic.twitter.com/2x9WAgwpo3— BBC Sport (@BBCSport) June 11, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Fleiri fréttir Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Sjá meira