Farinn að vinna Ingvar í spili sem markvörðurinn fann upp Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 16:00 Arnór Ingvi á hóteli strákana þar sem þeim líður vel. Vísir/Vilhelm Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað þrjú mörk í sjö landsleikjum sem er tölfræði sem fáir geta státað af. Hann hefur komið inn í landsliðið með þvílíkum krafti og má telja líklegt að hann komi við sögu áður en langt um líður. „Ég fór út til Norrköping árið 2015 og það tók mig smá tíma að komast inn í hlutina þar. Um leið og ég komst inn í þá fór þetta að rúlla,“ segir kantmaðurinn sókndjarfi um ótrúlegar sviptingar á skömmum tíma. Hann er ekki aðeins kominn í landsliðshópinn heldur gerir tilkall til byrjunarliðssætis. „Eftir seinasta tímabil var ég ekki einu sinni að hugsa út í að eiga séns á að komast á EM. Bara að fá leiki til að spreyta mig aðeins,“ segir Arnór Ingvi. Svo hafi boltinn verið farinn að rúlla og eftir æfingaleikina í mars hafi hann fórið að hugsa um að hann ætti séns sem hann vildi nýta. „Og hér er ég í dag,“ segir Arnór Ingvi. Þróunin sé skemmtileg og hlutirnir hefðu ekki getað gengið betur.Búinn að læra inn á IngvarHann hrósar liðsfélögum sínum fyrir að hafa hjálpað sér að aðlagast og gefa sér góð ráð. Þá hjálpi til að Norrköping spili sviptað kerfi þar sem vængmenn fá að hlaupa inn á miðjuna og skili sér til baka. Það hafi hjálpað honum mikið í fyrstu landsleikjunum.Arnór styttir sér stundir á hótelinu meðal annars með því að spila við félaga sína Ingvar Jónsson, Hauk Heiðar, Hjört Hermanns og Hörð Björgvin. Hann veit ekki hvað spilið heitir og það hljómar í eyru blaðamanns eins og Ingvar hafi í raun fundið upp spilið. Arnór tekur undir það.„Ingvar er alltaf að svindla á okkur,“ segir Arnór Ingvi sem er farinn að vinna spil nokkuð reglulega. „Ég er búinn að læra inn á Ingvar.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira