Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2016 14:00 Ísland mætir Portúgal í dag og segir Birkir Bjarnason, sem verður líklega í stóru hlutverki í íslenska liðinu í dag, að það sé margt líkt með þessum leik og þegar Ísland mætti Hollandi í undankeppni EM. Ísland vann Hollendinga sem kunnugt er tvívegis og sá um leið til þess að Hollendingar sátu eftir með sárt ennið og komust ekki á EM í Frakklandi. „Við vitum allir hvað Portúgal getur enda með gríðarlega sterkt lið. Við höfum áður spilað við sterk lið og ég reikna með að þetta verði svipað upp sett og gegn Hollandi. En það er klárt að við þurfum að eiga góðan leik til að fá eitthvað úr honum,“ sagði Birkir í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að hlutverk hans verði svipað og áður þó svo að Ísland sé nú að fara að mæta einum besta leikmanni heims í Cristiano Ronaldo. „Ég hef áður verið í verkefni gegn Arjen Robben og eins og hann getur Ronaldo verið út um allt á vellinum,“ segir Birkir sem segir dagsverkið ekki að líma sig á Ronaldo. „Þegar við stöðvuðum Robben gerðum við það sem lið og þannig þurfum við að stöðva Ronaldo. Maður sér það sjaldan í fótbolta að það sé verið að líma sig á ákveðna menn og við ætlum ekki í neitt svoleiðis.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Ísland mætir Portúgal í dag og segir Birkir Bjarnason, sem verður líklega í stóru hlutverki í íslenska liðinu í dag, að það sé margt líkt með þessum leik og þegar Ísland mætti Hollandi í undankeppni EM. Ísland vann Hollendinga sem kunnugt er tvívegis og sá um leið til þess að Hollendingar sátu eftir með sárt ennið og komust ekki á EM í Frakklandi. „Við vitum allir hvað Portúgal getur enda með gríðarlega sterkt lið. Við höfum áður spilað við sterk lið og ég reikna með að þetta verði svipað upp sett og gegn Hollandi. En það er klárt að við þurfum að eiga góðan leik til að fá eitthvað úr honum,“ sagði Birkir í samtali við Vísi. Hann reiknar með því að hlutverk hans verði svipað og áður þó svo að Ísland sé nú að fara að mæta einum besta leikmanni heims í Cristiano Ronaldo. „Ég hef áður verið í verkefni gegn Arjen Robben og eins og hann getur Ronaldo verið út um allt á vellinum,“ segir Birkir sem segir dagsverkið ekki að líma sig á Ronaldo. „Þegar við stöðvuðum Robben gerðum við það sem lið og þannig þurfum við að stöðva Ronaldo. Maður sér það sjaldan í fótbolta að það sé verið að líma sig á ákveðna menn og við ætlum ekki í neitt svoleiðis.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira