Saga Kára DJ Árnasonar: „Ég var búaður af sviði eftir tvö lög“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 23:30 Kári Árnason hefur húmor fyrir sjálfum sér. Vísir/Valli Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Miðvörðurinn Kári Árnason hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir ef svo ber undir. Eitt besta dæmið um það er ball í Fossvogsskóla fyrir heilum 22 árum. Kári segist hafa litið töluvert til bróður síns Daða þegar kom að tónlist til að hlusta á. Hann hafi hlustað á það sem Daði hlustaði á sem á þeim tíma var bandaríska rokkhljómsveitin Pearl Jam. „Það var ekki í tísku hjá mínum aldurshópi að hlusta á hana,“ segir Kári hlæjandi beðinn um að rifja upp söguna sem Andri Tómas Gunnarssson, vinur Kára, sagði Dodda litla á Rás 2 á dögunum. Þannig var að Kári hafði tekið að sér að vera plötusnúður á balli í Fossvogsskóla í tólf ára bekk. „Ég hélt ég væri rosalegur gæi, ætlaði að gerast DJ tólf ára gamall,“ segir Kári. „Ég vissi ekki að það þyrfti að undirbúa sig,“ segir miðvörðurinn sem fór að grúska í plötusafninu en leitaði svo til bróður síns. Skilaboðin voru skír. Hann ætti að hætta að gramsa í plötunum og taka bara tvo Pearl Jam geisladiska. Þetta myndi reddast. „Það er ekkert partý án Pearl Jam,“ hefur Kári eftir bróður sínum og hélt vígreifur á ballið með diskana tvo. „Það endaði ekki vel fyrir mig. Ég var búaður af sviði eftir tvö lög.“ Kári hefur augljóslega húmor fyrir sjálfum sér og misheppnaðri byrjun á ferlinum sem plötusnúður. Staðan er hins vegar enn svipuð. Hann fær ekki að koma nálægt tónlistarvalinu í klefanum hjá landsliðinu. Þar fái yngri leikmennirnir að ráða för.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Mesta eftirsjáin að skipta ekki fyrr yfir í miðvörðinn Kári Árnason ætlaði aldrei að verða atvinnumaður. Miðvörðurinn hefur haft margan skrautfuglinn sem þjálfara. Hann segist munu sakna stundanna í landsliðinu mest. 3. september 2015 13:15