Lars: Við erum fámenn þjóð og því vekur það áhuga að við erum á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. júní 2016 15:00 Lars Lagerbäck er alltaf raunsær en bjartsýnn. vísir/vilhelm Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Fyrsti mótherji strákanna okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta á Evrópumótinu í Frakklandi er Portúgal. Ísland mætir Cristiano Ronaldo og félögum á Stade Geoffroy-Guichard klukkan 19.00 í kvöld en um er að ræða fyrsta leik karlalandsliðsins á stórmóti í sögunni. Lars ber mikla virðingu fyrir portúgalska liðinu og þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera flotta hluti með liðið. „Portúgal er virkilega gott lið. Ég hef aldrei séð portúgalska liðið jafngott og það er núna. Liðið er stútfullt af hæfileikum með mjög góða spilara,“ segir Lars í samtali við Vísi. Lars talar alltaf um að öll lið eigi möguleika í fótboltaleikjum en til þess að eiga möguleika á að vinna lið eins og Portúgal þarf nánast allt að ganga upp. „Ef við ætlum okkur að gera eitthvað í þessum leik þurfum við að spila nánast fullkominn varnarleik. Ef við gerum það eigum við fínan möguleika,“ segir Lars. „Þeir eru ekki alveg jafngóðir ef við náum aðeins að sækja á þá. Ég segi alltaf að maður eigi möguleika. Hversu mikill möguleikinn er veit ég ekki en það er tækifæri fyrir okkur að ná úrslitum.“Lars Lagerbäck á blaðamannafundi með Alfreð og Birki Bjarna.vísir/vilhelmÞurfum ekki að vera hræddir Það þarf ekkert að ræða lengi um hver er aðalstjarnan í portúgalska liðinu. Það er auðvitað Cristiano Ronaldo, þrefaldur sigurvegari í Meistaradeildinni og einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann er í svakalegu formi og skoraði tvö mörk í vináttuleik rétt fyrir EM. „Við þurfum ekki að vera hræddir við Ronaldo en við þurfum að sýna honum virðingu. Hann er frábær leikmaður. Við verðum að gera eins og með Robben og loka á hann en samt passa upp á heildarvarnarleik liðsins. Portúgalarnir eru mjög góðir að sækja og hafa fleiri leikmenn en bara Ronaldo,“ segir Lars. Nokkrir sænskir blaðamenn fylgja íslenska liðinu eftir og hafa mikinn áhuga á sínum fyrrverandi landsliðsþjálfara, Lars Lagerbäck. Aðspurður út í þennan áhuga gerði Lars ekki mikið úr sjálfum sér frekar en vanalega. „Þeir hafa meiri áhuga á Íslandi og þessu afreki liðsins heldur en bara mér. Það eru fleiri sem hafa áhuga á íslenska liðinu heldur en Svíarnir eins og áhuginn hefur sýnt að undanförnu. Við erum fámenn þjóð og þess vegna vekur það áhuga að við séum á EM,“ segir Lars Lagerbäck.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00 Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00 Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Fótbolti Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Körfubolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Handbolti Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Fótbolti Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Fótbolti Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Enski boltinn „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Handbolti Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sjá meira
Ragnar: Ég vil hafa Ronaldo nálægt mér til að láta hann finna fyrir því Miðvörður íslenska landsliðsins segir strákana okkar hafa sýnt að þeir geti náð úrslitum gegn hverjum sem er. 14. júní 2016 10:00
Birkir: Munum ekki líma okkur á Ronaldo Birkir Bjarnason segir að íslenska landslðinu líði best í stórleikjum og gegn bestu liðunum. 14. júní 2016 14:00
Aron Einar: Portúgal er með bónuskarla í liðinu sínu Aron Einar Gunnarsson hefur fulla trú á góðum úrslitum gegn Portúgal í dag ef íslenska liðið nær upp sínum leik. 14. júní 2016 13:00