Obama um skotárásina í Orlando: Áminning um það hversu auðvelt er að nálgast skotvopn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2016 18:31 Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatti bandaríska þingið til þess að draga úr aðgengi að hættulegum skotvopnum í ávarpu sínu til bandarísku þjóðarinnar. Vísir/Getty „Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016 Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
„Þetta fjöldamorð er enn frekari áminning um það hversu auðvelt það er fyrir hvern sem er að nálgast skotvopn sem gerir þeim kleyft að skjóta fólk í skólum, kvikmyndahúsum, kirkjum eða skemmtistöðum,“ sagði Barack Obama er hann ávarpaði þjóð sína eftir mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna í Orlando í nótt. Þetta var í fimmtánda sinn á sjö ára forsetatíð sinni sem Obama ávarpaði þjóð sína eftir skotárás. Kallaði hann eftir því að Bandaríkjaþing myndi grípa til aðgerða til þess að draga úr aðgengi almennings að öflugum skotvopnum. Hefur Obama, reynt án árangurs, að herða skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum og gagnrýndi hann þingið fyrir aðgerðarleysi sitt í ávarpi sínu í dag. „Að gera ekkert í þessu er ákvörðun,“ sagði Obama sem hefur fyrirskipað að bandaríska fánanum verði flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið, sem og við allar opinberar byggingar í Bandaríkjunum, til minnningar um fórnarlömb árásanna. 50 eru látnir og minnst 53 eru særðir eftir að hinn 29 ára gamli Omar Mateen hóf skotárás. Mateen er sagður hafa gengið inn á skemmtistað LGBT fólks, sem heitir Pulse, í Orlando klukkan sex í morgun að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma, og hafið þar skothríð. Obama sagði árásina hafa verið meira en árás á skemmtistað heldur árás á „stað þar sem fólk kom til þess að dansa, syngja og lifa lífinu sínu. Þetta var staður samkenndar þar sem fólk kom saman til þess að krefjast réttar síns.“ Lofaði Obama því að FBI, bandaríska alríkislögreglan myndi njóta allra krafta bandarísku alríkisstjórnarinnar til þess að rannsaka skotárásina."This was an act of terror and act of hate." —@POTUS on the tragic shooting in #Orlando https://t.co/i7fOS38GzH— The White House (@WhiteHouse) June 12, 2016
Tengdar fréttir Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11 50 myrtir í skotárásinni í Orlando Búið er að bera kennsl á árásarmanninn. 12. júní 2016 14:11 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Sjá meira
Varð mjög reiður þegar hann sá tvo menn kyssast Faðir Omar Mateen segir fjölskyldu hans ekki hafa vitað hvað hann ætlaði sér. 12. júní 2016 16:11
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent