Sænskur blaðamaður um Lars: „Við vorum orðnir gráðugir“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 10:30 „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var,“ segir Robert Börjesson. Vísir/Vilhelm Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Sjá meira
Sænska pressan var hætt að láta sér nægja að komast á stórmót. Krafan var orðin að vinna titla. Það var óraunhæf krafa segir sænskur blaðamaður. Samskipti íslenskra blaðamanna við Lars Lagerbäck hefur verið afar gott en sjálfur hefur hann kvartað yfir sænsku pressunni og þeirra samskiptum á árum áður. Robert Börjesson, íþróttafréttamaður hjá Expressen, segir að Lars hafi verið orðinn pirraður á sænsku fréttamönnunum.Krafa um titil „Við vorum oðrnir nokkuð gráðugir. Við komumst á hvert stórmótið á fætur öðru en gleymdum að við erum lítil þjóð,“ segir Börjesson og talar tölfræðin sínu máli. Svíar fóru á EM 2000, 2004 og 2008 og sömuleiðis á HM 2002 og 2006. Svíar komust ekki upp úr riðlinum á EM í Austurríki og Sviss 2008 sem voru vonbrigði. „Við vorum farin að taka því sem sjálfsögðum hlut að komast á stórmót. Okkur fannst vera kominn tími á að vinna titla í staðinn fyrir að vera ánægð með að komast í keppnina,“ segir Börjesson og rifjar upp mótið í Austurríki og Sviss. Þar töpuðu Svíar 2-0 gegn Rússum í lokaleik riðilsins og voru úr leik. Blaðamenn biðu Lagerbäck á flugvellinum og spurðu ásakandi: „Ætlarðu að segja af þér Lars?“Aldrei jafndáður og nú Lars framlengdi hins vegar samninginn og kláraði undankeppni HM 2010 þar sem farið var að anda köldu á milli fréttamanna og hans. Svíar voru hársbreidd frá því að komast í lokakeppnina en tap gegn Dönum í næstsíðustu umferðinni þýddi að möguleikinn var úr sögunni. Börjesson segir að nú, sjö árum síðar, sé staðan allt önnur. „Lars hefur líklega aldrei verið jafndáður og lofaður í Svíþjóð og nú. Allir átta sig á því núna hve góður hann var.“ Erik Hamrén tók við liðinu af Lars og lofaði sókndjörfum og skapandi bolta. Hann hafi hins vegar gleymt því að Svíar eru ekki sókndjarfir og skapandi heldur skipulagðir. „Við vorum kramdir,“ segir Börjesson og rifjar upp 4-1 tap gegn Hollendingum í undankeppni EM 2012. Þar hafi Svíar reynt að fella Hollendinga á eigin bragði en það hafi sannarlega klikkað. Smátt og smátt hafi Hamrén áttað sig á þessu og Svíþjóð smám saman orðið að Lagerbäck liði aftur, eins og Börjesson kemst að orði.Halda með Íslandi Svíar lögðu Dani í umspili um sæti á EM í Frakklandi. Börjesson fullyrðir að þeir hefðu aldrei unnið sigur hefði uppleggið ekki verið úr smiðju Lars. „Ég veit að margir Íslendingar velta fyrir sér hvers vegna við leyfðum honum að fara. Margir Svíar hugsa eins í dag,“ segir Börjesson en þakkar fyrir að Hamrén vinni eftir svipaðri hugmyndafræði í dag. Að hans sögn halda Svíar mikið með Íslandi, það sé klárlega þeirra b-lið. „Ekki bara útaf Lars heldur eru margir Svíar hrifnir af íslenska liðinu. Þið eruð svo lítið land, Leicester Evrópumótsins, en með marga frábæra leikmenn eins og Gylfa Þór Sigurðsosn. Kynslóðin sem fór á EM 21 árs liða sumarið 2011 hafi verið frábært og gaman sé að fylgjast með þróuninni. „Þegar Lars fer munum við áfram halda með Íslandi.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Sjá meira