Tap gegn Portúgal verða ekki endalokin hjá okkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 06:00 Lars, Alfreð og Birkir á blaðamannafundinum í gær. vísir/vilhelm „Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
„Ég hef alltaf sagt að þú átt möguleika í fótbolta,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær, aðspurður um hvaða vonir strákarnir okkar gera sér í fyrsta leiknum gegn Portúgal á EM á þriðjudagskvöldið. „Ef þessir strákar spila áfram eins og þeir hafa verið að spila þá eigum við góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ sagði Lars enn fremur en hann er bjartsýnn á góðan árangur Íslands á sínu fyrsta stórmóti. Lars sagði að alla jafna væri fyrsti leikurinn á svona stórmóti mjög mikilvægur en nú væri staðan öðruvísi þar sem fjögur af sex liðunum sem hafna í þriðja sæti komast í 16 liða úrslitin. Portúgal er talið mun sigurstranglegra gegn Íslandi en tap verður enginn heimsendir að mati Lagerbäck. „Við ættum að ráða við tap í leiknum gegn Portúgal,“ sagði Lars. Hann benti þó á að ekki væri hægt að vita hversu mikilvægur fyrsti leikurinn er fyrr en að honum loknum út af þessu nýja 24 liða móti. Lars var á dögunum gagnrýnin á leikaraskap Cristiano Ronaldo og Pepe en sá síðarnefndi lét eins og kjáni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Portúgalarnir tveir stóðu uppi sem Evrópumeistarar eftir sigur á Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni. „Það sáu allir á myndbrotunum hvað Pepe var að gera,“ svaraði Lars spurningu portúgalsk blaðamanns sem vildi fá frekari skýringar frá Svíanum. „Ég veit ekki hvaða kröfur menn gera í Hollywood en kannski getur Pepe fengið starf þar.“ Lars hrósaði portúgalska liðinu samt mikið og sérstaklega þjálfara þess, Fernando Santos, sem er að gera virkilega flotta hluti með liðið. „Ég ber mikla virðingu fyrir Portúgal og störfum þjálfara þess. Hann tapar varla leik og hefur fengið menn til að spila sem lið sem hefur ekki alltaf verið raunin með Portúgalana. Þetta er frábært lið sem við eigum samt að geta strítt,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira