Sjálfsmark Íra færði Svíum stig | Sjáðu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:20 Svíar fagna hér jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Írland og Svíþjóð gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi en þetta var fyrsti leikurinn í E-riðlinum. Belgar og Ítalir, hin liðin í riðlinum, spila seinna í kvöld. Írar komust sanngjarnt yfir í upphafi seinni hálfleiksins eftir að hafa verið mun betra liðið í þeim fyrri en Svíar vöknuðu eftir það mark og tókst að jafna tuttugu mínútum fyrir leikslok. Sænska liðið fékk þó góða hjálp því Írar urðu fyrir því óláni að senda boltann í eigið net. Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic náði ekki að skora í leiknum en hann lagði upp jöfnunarmarkið.Það er hægt að sjá bæði mörkin í leiknum hér fyrir neðan. Írarnir voru mun betri í fyrri hálfleiknum og óheppnir að vera ekki yfir í hálfleik á móti kraftlitlum Svíum. Jeff Hendrick komst næst því að skora þegar hann átti þrumuskot í slána á 32. mínútu leiksins. Jeff Hendrick átti einnig færi í upphafi leiksins þegar Andreas Isaksson varði vel frá honum í horn. Skömmu fyrir sláarskotið átti Robbie Brady líka gott skot rétt yfir markið. Markið leit ekki dagsins ljós í fyrri hálfleiknum en það var ekki mikið liðið af seinni hálfleiknum þegar boltinn lá í marki Svía. Wes Hoolahan skoraði markið á 48. mínútu með góðu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir frábæran undirbúning frá Seamus Coleman. Algjörlega óverjandi. Svíarnir tóku mikinn kipp eftir markið og fengu algjört dauðafæri tveimur mínútum eftir markið. Tvö færi í röð eftir hornspyrnu en Írar sluppu með skrekkinn. Zlatan Ibrahimovic fékk líka sitt fyrsta alvöru færi eftir klukkutíma leik en skot hans fór framhjá. Hann var hinsvegar ekki búinn að segja sitt síðasta orð. Zlatan Ibrahimovic átti mikinn þátt í jöfnunarmarkinu á 71. mínútu. Hann átti þá fyrirgjöf fyrir markið og Ciaran Clark varð fyrir því að skora í eigið mark. Fleiri mörk voru ekki skoruð og liðin sættust á skiptan hlut. Svíar mæta Ítölum næst en Írar spila við Belga.Wes Hoolahan kemur Írum í 1-0. MARK! Glæislegt mark hjá Hoolahan! Meira að segja Zlatan klappar.1-0 fyrir Írlandi.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/KLUbMnTX2D— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Svíar jafna metin Zlatan.Sjálfsmark. En samt Zlatan. 1-1.#SWE #IRL #EMÍsland pic.twitter.com/4S15aFE0sk— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira