Ítalirnir fara vel af stað á Evrópumótinu | Sjáðu mörk Ítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:24 Emanuele Giaccherini fagnar marki sínu. Vísir/Getty Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira