NBA-liðið Los Angeles Lakers er búið að þurrka út heiðursvaraforsetatitil Magic Johnson sem er auðvitað goðsögn hjá félaginu.
Það eru þó engin leiðindi á bak við þessa ákvörðun því það var Magic sjálfur sem bað um þetta. Nafn Magic kom víðar fram á pappírum félagsins en mun ekki gera það aftur.
Magic var á sínum tíma einn af eigendum Lakers en seldi hlut sinn í félaginu árið 2010.
Að hluta til er þessi ákvörðun tekin til þess að forðast misskilning en margir telja að Magic eigi enn hlut í félaginu eða sitji í stjórninni.
Magic er ekki lengur heiðursvaraforseti Lakers
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
