Lars þráspurður um leikaraskap: „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2016 14:08 "Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. Vísir/Vilhelm Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Portúgalskur blaðamaður spurði Lars Lagerbäck á blaðamannafundi í dag út í hver væri mesti leikarinn sem kæmi við sögu á leik Íslands og Portúgal á EM á morgun. „Það eru kannski margir, það verður að koma í ljós,“ sagði Lars. „Ég er ekki sérfræðingur í leiklist.“ Lagerbäck hefur áður tjáð sig um leikaraskap og minntist sérstaklega á Portúgalann Pepe í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Þá var Lars í teymi sérfræðinga í beinni útsendingu í sjónvarpi í Svíþjóð. Lars var aftur spurður út í leikaraskap á blaðamannafundinum í dag og útskýrði þá betur skoðun sína. „Ég hef lengi sagt að ég sé ekki aðdáandi leikskapar,“ sagði Lars. Það væri hans skoðun að það ætti að vera hægt að setja menn í bann fyrir leikaraskap. „Sérstaklega ef þú færð smá högg en reynir að láta lita út eins og um stórslys sé að ræða,“ sagði Lars. Það yrði góð breyting fyrir fótboltann að geta refsað mönnum sem hegði sér svo. „Ég minntist ekkert sérstaklega á portúgalska leikmenn. Þetta er úti um allt í alþjóðafótbolta,“ sagði Lars og útskýrði aðkomu sína að leik Real Madrid og Atletico Madrid í Mílanó á dögunum. „Það sáu væntanlega allir hér inni þann leik,“ sagði Lars og minntist á Pepe. „Ég er bara að benda á staðreyndir og þetta eru bara almennar pælingar mínar um leikaraskap.“ Þá bætti sá sænski við að leikirnir á EM væru ekki margir og fáránlegt ef menn fengju gul spjöld vegna þess að andstæðingar þeirra væru með leikaraskap.Fundinn í heild má sjá hér að neðan.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53 Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Aron Einar: Verðum að passa okkur að ofpeppast ekki "Við erum með þaulreyndan þjálfara sem hefur upplifað þetta margoft og hann miðlar sinni reynslu,“ segir landsliðsfyrirliðinn. 13. júní 2016 13:53