Þjálfari Portúgals: Ísland getur ekki breyst á einni nóttu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2016 17:11 Fernando Santos á æfingu portúgalska liðsins. vísir/afp „Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
„Við erum að fara að mæta mjög skipulögðu liði Íslands sem er með frábæran þjálfara sem veit nákvæmlega hvað hann vill. Íslenska liðið var næstum komið á HM en er nú komi á EM. Þetta er ákveðið lið.“ Þetta sagði Fernando Santos, þjálfari Portúgals, á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag en Santos og lærisveinar hans mæta strákunum okkar í fyrsta leik liðanna í F-riðli EM 2016 annað kvöld. Santos er búinn að leikgreina íslenska liðið ítarlega. Í raun er hann búinn að liggja yfir leikjum með strákunum okkar. Hann sagðist bera miklu virðingu fyrir Íslandi. „Íslensku leikmennirnir eru allir góðir. Þeir eru ákveðnir og vita hvað þeir vilja. Ég er búinn að sjá tíu leiki með íslenska liðinu og veit að það er með rosalega öfluga og einbeitta leikmenn,“ sagði Santos. „Íslenska liðið er mjög sterkt og hefur sterka einstaklinga líka. Sumt sem liðið gerir er betra en annað en ég ætla ekki að gefa það út hér hvað það er.“ Santos býst ekki við neinu rosalega óvæntu frá Lars og Heimi á morgun þegar liðin mætast en sagði að þjálfarar reyna alltaf að koma hvor öðrum eitthvað á óvart. „Stundum sýnir maður öll spilin en stundum heldur maður ásnum í erminni. Íslenska liðið hefur verið sögulega gott undanfarið og spilað ótrúlega vel síðustu fjögur ár,“ sagði Santos. „Ísland getur ekki breyst yfir nóttu. Það er komið á stórmót með því að spila á ákveðinn hátt. Við þurfum að passa okkur á Íslandi. Þjálfararnir geta alltaf komið með eitthvað nýtt og því þurfum við að vera klárir í allt,“ sagði Fernando Santos.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13 Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10 Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21 Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Sjá meira
Aron Einar: Tilfinningin ólýsanleg "Þetta er bara ólýsanlegt,“ sagði fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. 13. júní 2016 14:13
Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Miðjumaðurinn sterki sat fyrir spurningum á blaðamannafundi í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 16:10
Aron og Gylfi: Best að lesa eina af leiðinlegu bókunum hans Togga fyrir svefninn Strákarnir slógu á létta strengi á blaðamannafundinum í Saint-Étienne í dag. 13. júní 2016 14:21
Sjáðu myndirnar: Strákarnir æfðu á Stade Geoffroy-Guichard Okkar menn virkuðu vel stemmdir á æfingunni. 13. júní 2016 16:15