Hyggjast banna bíla með brunavél á spænsku eyjunni Formentera Finnur Thorlacius skrifar 14. júní 2016 14:40 Citroen E-Mehari rafmagnsbílar á Formentera. Það búa einungis 12.000 manns á spænsku eyjunni Formentera en þangað streyma um 15.000 bílar á besta tíma ferðamannatímabilsins og skapa þeir talsverða mengun á eyjunni, sem og hávaða. Citroën hefur útvegað 6 E-Mehari rafmagnsbíla til hótel á eyjunni sem fyrsta skref til að losna við mengandi bíla á eyjunni. Mikil umræðu hefur verið um það meðal ferðamálafrömuða á eyjunni að þar ætti að stefna að því að hreinlega banna bíla sem menga á eyjunni og að því skuli stefnt. Citroën ætlar að hjálpa þar til og útvega fleiri bíla á næstunni sem eingöngu ganga fyrir rafmagni eða vetni. Áform eru um að þeir bílaleigubílar sem í boði verða á eyjunni á næstunni verði engöngu ómengandi bílar og víða er verið að setja upp hleðslustöðvar við bílaleigur og hótel á eyjunni. Citroën ætlar að slá verulega af verði umhverfisvænna bíla til eyjaskeggja, hvort sem þeir eru til einkanota, sem vinnubílar eða bílaleigubílar. Smæð eyjarinnar ætti einmitt ekki að valda áhyggjum hvað varðar drægni bílanna, en þeir ættu flestir að hafa drægni til að notendur þeirra komist allra sinna leiða eingöngu á rafmagnsbílum. E-Mehari rafmagnsbíllinn frá Citroën hefur drægni uppá 200 kílómetra. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent
Það búa einungis 12.000 manns á spænsku eyjunni Formentera en þangað streyma um 15.000 bílar á besta tíma ferðamannatímabilsins og skapa þeir talsverða mengun á eyjunni, sem og hávaða. Citroën hefur útvegað 6 E-Mehari rafmagnsbíla til hótel á eyjunni sem fyrsta skref til að losna við mengandi bíla á eyjunni. Mikil umræðu hefur verið um það meðal ferðamálafrömuða á eyjunni að þar ætti að stefna að því að hreinlega banna bíla sem menga á eyjunni og að því skuli stefnt. Citroën ætlar að hjálpa þar til og útvega fleiri bíla á næstunni sem eingöngu ganga fyrir rafmagni eða vetni. Áform eru um að þeir bílaleigubílar sem í boði verða á eyjunni á næstunni verði engöngu ómengandi bílar og víða er verið að setja upp hleðslustöðvar við bílaleigur og hótel á eyjunni. Citroën ætlar að slá verulega af verði umhverfisvænna bíla til eyjaskeggja, hvort sem þeir eru til einkanota, sem vinnubílar eða bílaleigubílar. Smæð eyjarinnar ætti einmitt ekki að valda áhyggjum hvað varðar drægni bílanna, en þeir ættu flestir að hafa drægni til að notendur þeirra komist allra sinna leiða eingöngu á rafmagnsbílum. E-Mehari rafmagnsbíllinn frá Citroën hefur drægni uppá 200 kílómetra.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent