Komið var upp stórum skjá í miðborg Þórshafnar þar sem hægt var að horfa á landsleik Íslands og Portúgal í kvöld. Fjölmennt var í miðbæinn og líkt og sjá á meðfylgjandi myndbandi voru nágrannar okkar afar sáttir við úrslitin og fögnuðu vel og innilega þegar dómari leiksins flautaði til leiksloka í kvöld.
Fagnaðarlætin í Tórshavn eftir lokaspyrnuna. Þau eru ekki einu sinni að spila. Þetta er svo ógeðslega fallegt. pic.twitter.com/og0dZYgYmJ
— Sylvía Hall (@sylviaahall) June 14, 2016