Segir „rassfasista“ og „hugsanalögreglu“ með tögl og hagldir á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2016 09:45 „Ég tek mjög skýrt fram að mér hefur alltaf verið vel við homma og beinlínis fáránlegt að orða mig við eitthvert „hatur“ á þeim. Þarna er ég einfaldlega að vara við alvarlegu lýðheilsuvandamáli og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Vilhjálmur Eyþórsson í samtali við Vísi. Vilhjálmur er einn þeirra sem var kærður af Samtökunum ´78 fyrir hatursummæli. Vilhjálmi er gert að mæta í yfirheyrslu hjá lögreglu á morgun vegna málsins. Það var í síðla í apríl sem Samtökin ´78 lögðu fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna meintra hatursummæla í garð hinsegin fólks. Viðurlögin eru fangelsisvist allt að tveimur árum.Hinsegin-fræðsla kveikja heitra umræðna Kærurnar tengjast umræðu sem spratt upp í tengslum við þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að efla hinsegin fræðslu í bænum. Ýmsir lýstu sig mjög andsnúna þessu og var til að mynda stofnuð sérstök síða á Facebook, „Stöðvum innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“. Sú síða er ekki lengur uppi. Formaður Samtakanna sagði við það tækifæri að hinsegin fólks byggi við skert lífsgæði sökum þessarar hatursumræðu sem hann vill meina að viðgangist í íslensku samfélagi. „Við erum ýmsu vön og höfum marga fjöruna sopið. Og getum sagt að við séum þokkalega brynjuð fyrir allskonar skítkasti og rógburði. Hins vegar þá er hinsegin fólk út um allt land, í allskonar stöðu og það hefur komið til mín fólk sem hefur tekið þessari umræðu mjög þungt; tekur henni persónulega og nærri sér,“ sagði Hilmar Hildarson Magnúsarson við það tækifæri, í viðtali við Stöð 2. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna ´78 lýsti því einnig hvernig staðið var að vali ummælanna. „Þau eru sögð að því er virðist að ígrunduðu máli og þetta eru einstaklingar sem eiga ekki á brattann að sækja í samfélaginu eins og á við um einstaka aðila sem láta ummæli falla í flýti. Þetta eru aðilar sem lengi hafa tekið þátt í þessari umræðu án þess að hafa verið látnir sæta ábyrgð á því.“Vilhjálmur með þeim sem Eyrún kallar í yfirheyrslu Þegar Vísir náði af Vilhjálmi tali var hann að skoða lagalega stöðu sína en hann er sem sagt einn þessara tíu. Hann er sjálfstætt starfandi og fæst við ritstörf. Og hefur látið til sín taka í umræðu á samfélagsmiðlum, oft með afgerandi og mjög umbúðarlausum hætti. Eyrún Eyþórsdóttir er yfir sérstakri deild innan lögreglunnar sem ætlað er að rannsaka sérstaklega hatursumræðu og hún boðaði, í nýlegu viðtali við vefsíðuna GayIceland að nú stæði til að láta kné fylgja kviði. Vilhjálmur er einn þeirra fyrstu sem fær að mæta því og svara til saka fyrir hina meintu „hate crimes“. „Svo er að sjá,“ segir Vilhjálmur. En, engan bilbug er á honum að finna. „Ég var rétt í þessu að fá símtal frá hugsanalögreglunni, og mér er gert að mæta á lögreglustöðina klukkan eitt á fimmtudaginn í yfirheyrslu vegna þess að fasistarnir í Samtökunum ´78 hafa kært mig fyrir að fjalla um alvarlegt lýðheilsuvandamál. Þeir ímynda sér í ofstæki sínu og hatri á öllum sem ekki eru þeim sammála, að þeir einir tali fyrir munn allra homma svipað og femínistar ganga með þá grillu að allar konur séu sammála þeim.“Ummælin umræddu Klausan sem Vilhjálmur er kærður fyrir er býsna umbúðalaus og Vísir telur vissara að vara viðkvæma lesendur við því sem á eftir fer. Hins vegar er nauðsynlegt til að skilja eðli máls að birta ummælin. Vilhjálmur er hins vegar fastur fyrir, segir þetta einfaldlega staðreynd og ekki verði málað yfir það. „Þarna er ég aðeins að benda á raunveruleg lýðheilsuvandamál sem yfirvöld bregðast illa við,“ segir Vilhjálmur. Ummælin eru á þessa leið: „Hommar eru yfirleitt prýðismenn, en yfirgangur rass-fasistanna í Samtökunum ´78 gengur út yfir allan þjófabálk. Mér finnst heilbrigðisyfirvöld vera allt of lin, eða kannski hrædd, við að benda á óþrifin og smithættuna sem fylgir þeirri blöndu af saur, sæði og blóði, sem óhjákvæmilega fylgir athöfnum homma, ekki aðeins eyðni, heldur líka coli-bakteríur og fleira góðgæti. Hringvöðvinn rifnar auk þess, þannig að margir hommar neyðast til að ganga með bleyju. Hvar eru heilbrigðisyfirvöld? Og af hverju er ekki blessuðum börnunum sagt frá þessu?“Rassfasistar og hugsanalögregla Vilhjálmur endurtekur og ítrekar þá skoðun sína að hommar séu yfirleitt prýðismenn. En svo eru hinir sem „ég kalla kinnroðalaust og í fullri alvöru „rass-fasista“ svívirða og ömurlegt til þess að vita að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi sett embætti hugsanalögreglu af stað í mynd dömu úr gamla Alþýðubandalaginu, sem var stuðningsflokkur alræðis og gúlags þar til Berlínarmúrinn féll,“ segir Vilhjálmur. Og hann heldur áfram: „Nú er verið að taka fyrstu skrefin til að stofna þjóðfélag af þeirri gerð, sem hinn gamli flokkur hugsanalögreglukonunnar studdi af alefli í áratugi. Vel að merkja byggir kæran á grein 233 í Almennu hegningarlögunum, en það var annar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, sem setti þá grein inn og lagði þannig grundvöllinn að kærunni.“ Vilhjálmur man ekki nákvæmlega hvar og hvenær hann lét téð ummæli falla, en það mun hafa verið á Facebook. Víst er að dómsstólar hafa átt í stökustu vandræðum með hina nýju tíma sem fylgja netinu og samfélagsmiðla, og þá staðreynd að ummæli sem þar eru sett fram eru á opinberum vettvangi. En, í dómum sínum, í málum sem snúa að ummælum hafa þeir jafnan litið til útbreiðslu á ummælunum, forsenda sem óneitanlega gerir mál af þessum toga ákaflega flókin og sérkennileg – vonlaust er að ætla sér að meta slíkt á tímum internets. Hinsegin Tengdar fréttir Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. 20. desember 2015 19:00 Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar 2. mars 2016 20:24 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
„Ég tek mjög skýrt fram að mér hefur alltaf verið vel við homma og beinlínis fáránlegt að orða mig við eitthvert „hatur“ á þeim. Þarna er ég einfaldlega að vara við alvarlegu lýðheilsuvandamáli og skammast mín ekkert fyrir það,“ segir Vilhjálmur Eyþórsson í samtali við Vísi. Vilhjálmur er einn þeirra sem var kærður af Samtökunum ´78 fyrir hatursummæli. Vilhjálmi er gert að mæta í yfirheyrslu hjá lögreglu á morgun vegna málsins. Það var í síðla í apríl sem Samtökin ´78 lögðu fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna meintra hatursummæla í garð hinsegin fólks. Viðurlögin eru fangelsisvist allt að tveimur árum.Hinsegin-fræðsla kveikja heitra umræðna Kærurnar tengjast umræðu sem spratt upp í tengslum við þá ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar að efla hinsegin fræðslu í bænum. Ýmsir lýstu sig mjög andsnúna þessu og var til að mynda stofnuð sérstök síða á Facebook, „Stöðvum innrætingu Samtakanna 78 á skólabörnum“. Sú síða er ekki lengur uppi. Formaður Samtakanna sagði við það tækifæri að hinsegin fólks byggi við skert lífsgæði sökum þessarar hatursumræðu sem hann vill meina að viðgangist í íslensku samfélagi. „Við erum ýmsu vön og höfum marga fjöruna sopið. Og getum sagt að við séum þokkalega brynjuð fyrir allskonar skítkasti og rógburði. Hins vegar þá er hinsegin fólk út um allt land, í allskonar stöðu og það hefur komið til mín fólk sem hefur tekið þessari umræðu mjög þungt; tekur henni persónulega og nærri sér,“ sagði Hilmar Hildarson Magnúsarson við það tækifæri, í viðtali við Stöð 2. Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna ´78 lýsti því einnig hvernig staðið var að vali ummælanna. „Þau eru sögð að því er virðist að ígrunduðu máli og þetta eru einstaklingar sem eiga ekki á brattann að sækja í samfélaginu eins og á við um einstaka aðila sem láta ummæli falla í flýti. Þetta eru aðilar sem lengi hafa tekið þátt í þessari umræðu án þess að hafa verið látnir sæta ábyrgð á því.“Vilhjálmur með þeim sem Eyrún kallar í yfirheyrslu Þegar Vísir náði af Vilhjálmi tali var hann að skoða lagalega stöðu sína en hann er sem sagt einn þessara tíu. Hann er sjálfstætt starfandi og fæst við ritstörf. Og hefur látið til sín taka í umræðu á samfélagsmiðlum, oft með afgerandi og mjög umbúðarlausum hætti. Eyrún Eyþórsdóttir er yfir sérstakri deild innan lögreglunnar sem ætlað er að rannsaka sérstaklega hatursumræðu og hún boðaði, í nýlegu viðtali við vefsíðuna GayIceland að nú stæði til að láta kné fylgja kviði. Vilhjálmur er einn þeirra fyrstu sem fær að mæta því og svara til saka fyrir hina meintu „hate crimes“. „Svo er að sjá,“ segir Vilhjálmur. En, engan bilbug er á honum að finna. „Ég var rétt í þessu að fá símtal frá hugsanalögreglunni, og mér er gert að mæta á lögreglustöðina klukkan eitt á fimmtudaginn í yfirheyrslu vegna þess að fasistarnir í Samtökunum ´78 hafa kært mig fyrir að fjalla um alvarlegt lýðheilsuvandamál. Þeir ímynda sér í ofstæki sínu og hatri á öllum sem ekki eru þeim sammála, að þeir einir tali fyrir munn allra homma svipað og femínistar ganga með þá grillu að allar konur séu sammála þeim.“Ummælin umræddu Klausan sem Vilhjálmur er kærður fyrir er býsna umbúðalaus og Vísir telur vissara að vara viðkvæma lesendur við því sem á eftir fer. Hins vegar er nauðsynlegt til að skilja eðli máls að birta ummælin. Vilhjálmur er hins vegar fastur fyrir, segir þetta einfaldlega staðreynd og ekki verði málað yfir það. „Þarna er ég aðeins að benda á raunveruleg lýðheilsuvandamál sem yfirvöld bregðast illa við,“ segir Vilhjálmur. Ummælin eru á þessa leið: „Hommar eru yfirleitt prýðismenn, en yfirgangur rass-fasistanna í Samtökunum ´78 gengur út yfir allan þjófabálk. Mér finnst heilbrigðisyfirvöld vera allt of lin, eða kannski hrædd, við að benda á óþrifin og smithættuna sem fylgir þeirri blöndu af saur, sæði og blóði, sem óhjákvæmilega fylgir athöfnum homma, ekki aðeins eyðni, heldur líka coli-bakteríur og fleira góðgæti. Hringvöðvinn rifnar auk þess, þannig að margir hommar neyðast til að ganga með bleyju. Hvar eru heilbrigðisyfirvöld? Og af hverju er ekki blessuðum börnunum sagt frá þessu?“Rassfasistar og hugsanalögregla Vilhjálmur endurtekur og ítrekar þá skoðun sína að hommar séu yfirleitt prýðismenn. En svo eru hinir sem „ég kalla kinnroðalaust og í fullri alvöru „rass-fasista“ svívirða og ömurlegt til þess að vita að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi sett embætti hugsanalögreglu af stað í mynd dömu úr gamla Alþýðubandalaginu, sem var stuðningsflokkur alræðis og gúlags þar til Berlínarmúrinn féll,“ segir Vilhjálmur. Og hann heldur áfram: „Nú er verið að taka fyrstu skrefin til að stofna þjóðfélag af þeirri gerð, sem hinn gamli flokkur hugsanalögreglukonunnar studdi af alefli í áratugi. Vel að merkja byggir kæran á grein 233 í Almennu hegningarlögunum, en það var annar ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, sem setti þá grein inn og lagði þannig grundvöllinn að kærunni.“ Vilhjálmur man ekki nákvæmlega hvar og hvenær hann lét téð ummæli falla, en það mun hafa verið á Facebook. Víst er að dómsstólar hafa átt í stökustu vandræðum með hina nýju tíma sem fylgja netinu og samfélagsmiðla, og þá staðreynd að ummæli sem þar eru sett fram eru á opinberum vettvangi. En, í dómum sínum, í málum sem snúa að ummælum hafa þeir jafnan litið til útbreiðslu á ummælunum, forsenda sem óneitanlega gerir mál af þessum toga ákaflega flókin og sérkennileg – vonlaust er að ætla sér að meta slíkt á tímum internets.
Hinsegin Tengdar fréttir Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. 20. desember 2015 19:00 Sjö mál vegna hatursglæpa til rannsóknar 2. mars 2016 20:24 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. 20. desember 2015 19:00