LeBron James er oft með sérstakar hefðir er hann tekur þátt í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og það klikkar ekkert í ár.
Að þessu sinni horfir hann á myndirnar um Guðföðurinn hvenær sem tími gefst. Hann er alls búinn að horfa á myndirnar sex sinnum í úrslitakeppninni.
LeBron á greinilega nóg af frítíma því fyrsta myndin er þrír klukkutímar og mynd númer tvö er í þrjá og hálfan tíma.
LeBron segir að það rói hann að horfa á myndirnar og því geri hann það aftur og aftur.
Spurning hvort það hjálpi honum aðfararnótt föstudags er lið hans, Cleveland, spilar gegn Golden State í úrslitum NBA-deildarinnar og reynir með sigri að þvinga fram oddaleik.

