Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - FH 0-1 | Annar 1-0 sigur FH í röð skilar þeim á toppinn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júní 2016 22:30 FH-ingar eru komnir í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Val á Hlíðarenda en þetta var leikur sem átti að fara fram í 9. umferð en var flýtt.Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þetta var annar 1-0 sigur FH-liðsins í röð og líkt og í þeim síðasta var það Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins. Emil skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Steven Lennon.Af hverju vann FH?FH nýtti færið sem það fékk og það er það eina sem skildi liðin að. FH-ingar voru ekki beint betri aðilinn í leiknum. Þetta eru þrjú stig sem eiga eftir að reynast gríðarlega mikilvæg fyrir FH. Liðið sýndi þolinmæði og uppskar því eftir því, en þetta eru akkúrat leikirnir sem topplið eins og FH þarf að vinna.Þessir stóðu upp úrEkki margir leikmenn sem stóðu upp úr í þessum leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson var nokkuð sprækur í liði FH, Emil Pálsson skoraði fínt mark en fáir leikmenn vallarins stóðu upp úr.Hvað gekk illa?Bæði lið ætluðu sér alls ekki að tapa í kvöld og því var ekki um blússandi sóknarleik að ræða í kvöld. Það má því gagnrýna bæði lið fyrir dapran sóknarleik og eitthvað sem þjálfarar beggja liða verða að skoða. Varnarleikur liðanna er aftur á móti til fyrirmyndar, fyrir utan markið sem FH skoraði. Þar lítur Rasmus Christiansen skelfilega illa út í miðvarðarstöðunni hjá Val.Hvað gerist næst?FH-ingar bæta dýrvitlausum Fylkismönnum og það gæti orðið erfiður leikur. Valsmenn eiga leik við Blika og ef þeir ætla sér af einhverri alvöru að keppa um Evrópusæti, þá verður Valur að vinna þann leik. Heimir: Hann gerir þetta viljandiHeimir sáttur með sigurinn.„Þetta var hörkuleikur. Valsararnir eru með gott lið, sérstaklega á þessum velli,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Mér fannst við spila sterkt í kvöld. Við vorum agaðir og skipulagðir og áttum sigurinn skilið. Þeir ná ekki að skapa sér mörg færi en þegar við náðum að láta boltann ganga vel á milli vængja þá sáum við fínan sóknarleik.“ Heimir segir að eftir markið sem FH skoraði hafi þetta snúist um að halda markinu hreinu. „Við töluðum um fyrir leikinn og í hálfleik að það væri mikilvægt að sýna alltaf þolinmæði, þá myndi þetta ganga upp.“ Bjarni Þór Viðarsson var borinn af velli undir lok leiksins. Hann fékk slæmt höfuðhögg og virtist fá olnbogaskot frá Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Vals. „Menn voru orðnir heitir og Valur á heimavelli, þá er eðlilegt að menn takist aðeins á. Þetta var samt viljandi hjá Guðjóni og mér fannst þetta réttlæta gult spjald.“ Emil: Þetta eru sætustu sigrarnir„Leikurinn spilast bara akkúrat eins og við lögðum hann upp,“ segir Emil Pálsson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var svolítið taktískur leikur og taktískur sigur hjá okkar. Við gáfum fá færi á okkur en á móti fengum við kannski ekki mörg færi sjálfir.“ Emil segir að mikilvægt sé að nýta færin sín vel í svona leik. „Svona sigrar eru mjög sætir og ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta leystist upp í svolitla vitleysu undir lokin og mér fannst ég sjá mikið af grófum brotum, sérstaklega á okkar kostnað.“ Emil segist vera sáttur á toppnum og ætli liðið sér að vera þar í sumar. Ólafur: Alltaf fúlt að tapaÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/andri„Það er auðvitað fúlt að tapa, það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Þessi leikur var í raun jafn allan tímann, en þetta snérist í raun bara um hvort liðið myndir gera mistök.“ Ólafur segist ekki hafa verið ósáttur við dómgæsluna í kvöld, þrátt fyrir að hafa kvartað mikið við fjórða dómara leiksins nánast allan tímann. „Nei, það var ekkert að dómgæslunni í kvöld,“ segir Ólafur sem gefur núna nokkra daga frí en næstu leikur liðsins er gegn Blikum eftir átta daga.Gunnar Nielsen hélt hreinu í leiknum í kvöld.Vísir/HannaEmil í leiknum í kvöld Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
FH-ingar eru komnir í toppsæti Pepsi-deildar karla eftir 1-0 sigur á Val á Hlíðarenda en þetta var leikur sem átti að fara fram í 9. umferð en var flýtt.Jóhanna Andrésdóttir, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Þetta var annar 1-0 sigur FH-liðsins í röð og líkt og í þeim síðasta var það Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins. Emil skoraði sigurmarkið á 75. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Steven Lennon.Af hverju vann FH?FH nýtti færið sem það fékk og það er það eina sem skildi liðin að. FH-ingar voru ekki beint betri aðilinn í leiknum. Þetta eru þrjú stig sem eiga eftir að reynast gríðarlega mikilvæg fyrir FH. Liðið sýndi þolinmæði og uppskar því eftir því, en þetta eru akkúrat leikirnir sem topplið eins og FH þarf að vinna.Þessir stóðu upp úrEkki margir leikmenn sem stóðu upp úr í þessum leik. Þórarinn Ingi Valdimarsson var nokkuð sprækur í liði FH, Emil Pálsson skoraði fínt mark en fáir leikmenn vallarins stóðu upp úr.Hvað gekk illa?Bæði lið ætluðu sér alls ekki að tapa í kvöld og því var ekki um blússandi sóknarleik að ræða í kvöld. Það má því gagnrýna bæði lið fyrir dapran sóknarleik og eitthvað sem þjálfarar beggja liða verða að skoða. Varnarleikur liðanna er aftur á móti til fyrirmyndar, fyrir utan markið sem FH skoraði. Þar lítur Rasmus Christiansen skelfilega illa út í miðvarðarstöðunni hjá Val.Hvað gerist næst?FH-ingar bæta dýrvitlausum Fylkismönnum og það gæti orðið erfiður leikur. Valsmenn eiga leik við Blika og ef þeir ætla sér af einhverri alvöru að keppa um Evrópusæti, þá verður Valur að vinna þann leik. Heimir: Hann gerir þetta viljandiHeimir sáttur með sigurinn.„Þetta var hörkuleikur. Valsararnir eru með gott lið, sérstaklega á þessum velli,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Mér fannst við spila sterkt í kvöld. Við vorum agaðir og skipulagðir og áttum sigurinn skilið. Þeir ná ekki að skapa sér mörg færi en þegar við náðum að láta boltann ganga vel á milli vængja þá sáum við fínan sóknarleik.“ Heimir segir að eftir markið sem FH skoraði hafi þetta snúist um að halda markinu hreinu. „Við töluðum um fyrir leikinn og í hálfleik að það væri mikilvægt að sýna alltaf þolinmæði, þá myndi þetta ganga upp.“ Bjarni Þór Viðarsson var borinn af velli undir lok leiksins. Hann fékk slæmt höfuðhögg og virtist fá olnbogaskot frá Guðjóni Pétri Lýðssyni, leikmanni Vals. „Menn voru orðnir heitir og Valur á heimavelli, þá er eðlilegt að menn takist aðeins á. Þetta var samt viljandi hjá Guðjóni og mér fannst þetta réttlæta gult spjald.“ Emil: Þetta eru sætustu sigrarnir„Leikurinn spilast bara akkúrat eins og við lögðum hann upp,“ segir Emil Pálsson, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var svolítið taktískur leikur og taktískur sigur hjá okkar. Við gáfum fá færi á okkur en á móti fengum við kannski ekki mörg færi sjálfir.“ Emil segir að mikilvægt sé að nýta færin sín vel í svona leik. „Svona sigrar eru mjög sætir og ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta leystist upp í svolitla vitleysu undir lokin og mér fannst ég sjá mikið af grófum brotum, sérstaklega á okkar kostnað.“ Emil segist vera sáttur á toppnum og ætli liðið sér að vera þar í sumar. Ólafur: Alltaf fúlt að tapaÓlafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/andri„Það er auðvitað fúlt að tapa, það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Þessi leikur var í raun jafn allan tímann, en þetta snérist í raun bara um hvort liðið myndir gera mistök.“ Ólafur segist ekki hafa verið ósáttur við dómgæsluna í kvöld, þrátt fyrir að hafa kvartað mikið við fjórða dómara leiksins nánast allan tímann. „Nei, það var ekkert að dómgæslunni í kvöld,“ segir Ólafur sem gefur núna nokkra daga frí en næstu leikur liðsins er gegn Blikum eftir átta daga.Gunnar Nielsen hélt hreinu í leiknum í kvöld.Vísir/HannaEmil í leiknum í kvöld
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira