EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2016 06:00 Lars Lagerbäck er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. vísir/epa „Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
„Þetta er besta hótel sem ég hef verið á með landsliði á stórmóti. Strákarnir hafa reyndar engan samanburð og vita ekki betur.“ Þessi stórskemmtilegu ummæli lét Lars Lagerbäck falla á blaðamannafundinum í Marseille í gær. Ég spurði hann hvort hann væri ánægður með stöðu liðsins eftir fyrstu vikuna í Frakklandi, samanborið við fyrri reynslu hans á stórmótum. Jú, hann var sáttur og sagði stöðuna góða. En það var ekki hvað hann sagði, heldur hvernig. Lars er afslappaður, rólegur en líka lúmskur. Þarna sýndi hann að hann getur líka gefið sínum mönnum smá skot og minnt á sig. En Lagerbäck er ekki bara lúmskur húmoristi, hann kann líka að beita sálfræðihernaði og það hefur sýnt sig síðustu dagana og vikurnar. Það byrjaði þegar hann var sérfræðingur í sænsku sjónvarpi í tengslum við úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar talaði hann um leikaraskap Pepe og sagði að í liði Portúgals væru leikmenn sem gætu átt sér feril í Hollywood. Eftir að allt saman var yfirstaðið og jafnteflið við Portúgal staðreynd spurði ég Lars hreint út hvort um sálfræðihernað hafi verið að ræða. Hvort hann hafi látið þessi orð falla til að reyna að koma andstæðingnum úr jafnvægi. Hann neitaði því, sagði að hann hefði einfaldlega verið að sinna sínum störfum sem álitsgjafi í sjónvarpi. Sem er sama svar og hann gaf á blaðamannafundinum fyrir leikinn þegar hann var þráspurður af portúgölsku pressunni um málið. Svo kom að blaðamannafundinum í dag. Hann var spurður af ungverskum blaðamanni hvað hefði komið honum mest á óvart við frammistöðu Ungverjalands í 2-0 sigrinum á Austurríki.vísir/stefánFyrir það fyrsta sagði hann að það hefði í raun ekkert komið honum á óvart við frammistöðuna. Eftir undankeppnina og umspilið í haust hafi Ungverjar tekið framfaraskref. „Við berum að minnsta kosti einhverja virðingu fyrir þeim,“ sagði hann þá. „Það kom mér líklega meira á óvart að Ungverjar létu Austurríkismenn líta illa út. Hvort það var vegna þess að Ungverjar spiluðu vel, sem þeir gerðu, eða hvort Austurríki spilaði undir venjulegri getu er erfitt að segja í fótbolta.“ Það er auðvitað túlkunaratriði hvort Lagerbäck hafi verið með þessu að senda Ungverjum lúmska pillu. Það er í það minnsta hægt að túlka það á þann veg. Auðvitað margsagði Lagerbäck á fundinum í dag að Ísland bæri mikla virðingu fyrir Ungverjalandi og að okkar menn þyrftu að eiga toppleik til að vinna í dag. En ummælin fá mann til að lyfta annarri augabrúninni. Lagerbäck er klókur og hann veit að ummælin munu fara í ungverska fjölmiðla þar sem þau verða matreidd á ákveðinn hátt. Kannski þannig að Ungverjar velti fyrir sér hvað hann hafi verið að meina og hvort í orðum hans felist einhver gagnrýni. Lagerbäck er ekki á sínu fyrsta stórmóti, eins og hann benti svo skemmtilega á í gær, og veit að það er hægt að beita ýmsum brögðum í aðdraganda leikjanna til að senda ákveðin skilaboð. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn okkar mæta til leiks í dag. Íslenska liðið veit að það hefur fulla burði til að vinna lið Ungverjalands. Á góðum degi á Ísland að teljast sigurstranglegri aðilinn, ef eitthvað er. En nú þurfa strákarnir að sýna á sér allt aðra hlið en þeir gerðu á þriðjudag og eins og Heimir benti á í gær, þá ætla þeir sér að gera það. Lagerbäck hefur sýnt á sér nýja hlið á mótinu í Frakklandi og nú er komið að leikmönnum hans að gera slíkt hið sama.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Fleiri fréttir Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti