Keypti tvo miða á sjöunda leikinn á 6,2 milljónir stykkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2016 23:00 LeBron James treður boltanum í körfuna í síðasta leik. Vísir/Getty Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætast annað kvöld í hreinum úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn í körfubolta en leikurinn fer fram á heimavelli Golden State í Oracle höllinni í Oakland. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að áhuginn sé mikill á þessum leik í Bandaríkjunum en sumir eru svo áhugasamir að þeir eru tilbúnir að borga himinháar upphæðir fyrir miða á leikinn. Miðasöluvefurinn StubHub sagði ESPN frá því að einn efnaður körfuboltaáhugamaður hafi sett nýtt met þegar hann keypti tvo miða á þennan leik á 49.500 dollara eða 6,2 milljónir stykkið. Leikurinn er 48 mínútur þannig að hver mínúta á leikklukkunni kostar umræddan körfuboltaáhugamann 128 þúsund krónur. Gamla metið var 37 þúsund dollarar fyrir miða á fjórða leik Los Angeles Lakers og Boston Celtics í lokaúrslitunum 2008. Það þarf ekkert að taka það fram að öll þessi sæti eru á besta stað á gólfinu. StubHub seldi einnig miða á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao fyrir 35 þúsund dollara en allar þær 4,4 milljónir hefðu ekki dugað til að hreppa umrædda miða á úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors komst í 2-0 og 3-1 í einvíginu en Cleveland Cavaliers hefur unnið tvo síðustu leiki þar sem LeBron James hefur verið stórkostlegur. Sjöundi leikurinn hefst á miðnætti annað kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers mætast annað kvöld í hreinum úrslitaleik um NBA-meistaratitilinn í körfubolta en leikurinn fer fram á heimavelli Golden State í Oracle höllinni í Oakland. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að áhuginn sé mikill á þessum leik í Bandaríkjunum en sumir eru svo áhugasamir að þeir eru tilbúnir að borga himinháar upphæðir fyrir miða á leikinn. Miðasöluvefurinn StubHub sagði ESPN frá því að einn efnaður körfuboltaáhugamaður hafi sett nýtt met þegar hann keypti tvo miða á þennan leik á 49.500 dollara eða 6,2 milljónir stykkið. Leikurinn er 48 mínútur þannig að hver mínúta á leikklukkunni kostar umræddan körfuboltaáhugamann 128 þúsund krónur. Gamla metið var 37 þúsund dollarar fyrir miða á fjórða leik Los Angeles Lakers og Boston Celtics í lokaúrslitunum 2008. Það þarf ekkert að taka það fram að öll þessi sæti eru á besta stað á gólfinu. StubHub seldi einnig miða á bardaga Floyd Mayweather og Manny Pacquiao fyrir 35 þúsund dollara en allar þær 4,4 milljónir hefðu ekki dugað til að hreppa umrædda miða á úrslitaleik Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Golden State Warriors komst í 2-0 og 3-1 í einvíginu en Cleveland Cavaliers hefur unnið tvo síðustu leiki þar sem LeBron James hefur verið stórkostlegur. Sjöundi leikurinn hefst á miðnætti annað kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira