Hefur notað 67 leikmenn í 28 leikjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2016 15:45 Per-Mathias Høgmo, þjálfari Norðmanna. Vísir/Getty Per-Mathias Högmo hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem landsliðsþjálfari norska liðsins eftir að honum mistókst að koma því í úrslitakeppni EM 2016 í haust. Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjum í umspilinu fyrir keppnina en Ungverjar drógust svo í sama riðil og Ísland á EM í Frakklandi. Hinn 56 ára Högmo hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram með nýja leikmenn og alls notað 67 leikmenn í 28 landsleikjum sem hann hefur stýrt. Liðið hefur unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum - í vináttulandsleik gegn Finnlandi í mars. Noregur tapaði fyrir Portúgal, 3-0, í vináttulandsleik um helgina en Nilse Arne Eggen, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, segir ljóst að Högmo þarf að byggja upp sitt eigið lið. „Það gangur ekki að skipta endalaust leikmönnum út. Þú verður að ákveða hvaða leikmenn þú vilt nota og leyfa þeim að spila saman,“ sagði Eggen í samtali við norska blaðið Dagbladet í dag. „Hann verður að finna sitt byrjunarlið og standa við það.“ Högmo hefur bara leikinn gegn Íslandi í kvöld og svo vináttulandsleik gegn Belgíu á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 þann 4. september. Norðmönnum hefur þar að auki gengið illa að skora undir stjórn Hogmö og aðeins skorað 23 mörk í 28 leikjum. Tor Ole Skullerud, fyrrum þjálfari Molde, tekur undir gagnrýni Eggen og segir að það sé margt hægt að læra af Íslandi. „Íslendingar fundu sitt besta lið snemma og héldu sér við það. Það er ein helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra,“ sagði Skullerud. „Stöðugleiki hefur gríðarlega mikið að segja.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Per-Mathias Högmo hefur verið gagnrýndur fyrir störf sín sem landsliðsþjálfari norska liðsins eftir að honum mistókst að koma því í úrslitakeppni EM 2016 í haust. Norðmenn töpuðu fyrir Ungverjum í umspilinu fyrir keppnina en Ungverjar drógust svo í sama riðil og Ísland á EM í Frakklandi. Hinn 56 ára Högmo hefur verið óhræddur við að prófa sig áfram með nýja leikmenn og alls notað 67 leikmenn í 28 landsleikjum sem hann hefur stýrt. Liðið hefur unnið aðeins einn af síðustu fimm leikjum sínum - í vináttulandsleik gegn Finnlandi í mars. Noregur tapaði fyrir Portúgal, 3-0, í vináttulandsleik um helgina en Nilse Arne Eggen, fyrrum landsliðsþjálfari Noregs, segir ljóst að Högmo þarf að byggja upp sitt eigið lið. „Það gangur ekki að skipta endalaust leikmönnum út. Þú verður að ákveða hvaða leikmenn þú vilt nota og leyfa þeim að spila saman,“ sagði Eggen í samtali við norska blaðið Dagbladet í dag. „Hann verður að finna sitt byrjunarlið og standa við það.“ Högmo hefur bara leikinn gegn Íslandi í kvöld og svo vináttulandsleik gegn Belgíu á sunnudag til að undirbúa lið sitt fyrir leik gegn Þýskalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2018 þann 4. september. Norðmönnum hefur þar að auki gengið illa að skora undir stjórn Hogmö og aðeins skorað 23 mörk í 28 leikjum. Tor Ole Skullerud, fyrrum þjálfari Molde, tekur undir gagnrýni Eggen og segir að það sé margt hægt að læra af Íslandi. „Íslendingar fundu sitt besta lið snemma og héldu sér við það. Það er ein helsta ástæðan fyrir velgengni þeirra,“ sagði Skullerud. „Stöðugleiki hefur gríðarlega mikið að segja.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira