Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Noregi á eftir.
Nokkrir leikmenn sem ekki hafa mikið að spila fá tækifæri í leiknum í dag. Varnarlínan er frekar óreynd með þá Hauk Heiðar, Hörð Björgvin og Sverrir Inga innaborðs. Aðeins Ragnar Sigurðsson hefur verið fastamaður í varnarlínunni.
Ögmundur Kristinsson fær tækifæri í markinu og Alfreð Finnbogason er í fremstu víglínu með Jóni Daða en Kolbeinn Sigþórsson er á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Leikurinn hefst klukkan 17.45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Markvörður
Ögmundur Kristinsson
Hægri bakvörður
Haukur Heiðar Hauksson
Vinstri bakvörður
Hörður Björgvin Magnússon
Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason
Hægri kantmaður
Jóhann Berg Guðmundsson
Vinstri kantmaður
Emil Hallfreðsson
Miðjumenn
Aron Einar Gunnarsson (fyrirliði) og Gylfi Þór Sigurðsson
Sóknarmenn
Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson

