Mikil bílasala í Evrópu í maí Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2016 16:16 Bílaumferð í Barcelona. Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent
Í öllum stærstu bílasölulöndum Evrópu var stórvöxtur í bílasölu á milli ára í maí. Í stærsta bílasölulandinu Þýskalandi varð 12% vöxtur í sölu og þar seldust 286.931 bíll, en þar í landi hefur bílasala vaxið um 6,8% það sem af er ári og svo virðist sem hún rísi með hverjum mánuðinum. Í Frakklandi varð þó meiri vöxtur eða 22% og enn meiri á Ítalíu eða uppá 27%. Á Spáni varð 21% vöxtur í bílasölu. Þessi fjögur lönd telja þrjá fjórðu af bílasölu í álfunni. Bílasala í Evrópu stefnir í 15 milljón bíla í ár og vöxt uppá um 10% á milli ára. Það þýðir þó ekki að bílasala sé að ná þeim hæðum sem hún náði hæst fyrir efnahagskreppuna árið 2008. Merkilegt þykir að sala bíla Volkswagen er einkar góð og svo virðist sem dísilvélasvindl Volkswagen hafa ekki haft mikil áhrif á sölu bíla Volkswagen og fyrirtækið hefur sáralítið tapað af markaðshlutdeild sinni í álfunni, þó svo að hún hafi lækkað í Bandaríkjunum.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent