Hún hafði glímt við alvarleg veikindi eins og kom fram í tilkynningu frá framboði Davíðs í síðustu viku þegar meðal annars þurfti að aflýsa fundum á Suðurlandi af þeim sökum.
Davíð minntist móður sinnar þegar hann ræddi við stuðningsmenn sína síðdegis í gær en boðað hafði verið til grillveislu á Grensásveginum. Að neðan má sjá myndir frá veislunni sem Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók.
Ingibjörg fæddist í Reykjavík árið 1922 og lætur eftir sig þrjá syni, auk Davíðs þá Björn Snorrason og Loga Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Þrátt fyrir allt verður Davíð á sínum stað í kappræðum forsetaframbjóðenda á RÚV í kvöld.







