Elfar Árni bjargaði stigi fyrir KA | Sonur Eiðs Smára skoraði tvö fyrir austan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 16:07 Elfar Árni skoraði jöfnunarmark KA á elleftu stundu. vísir/andri marinó Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Þremur leikjum er lokið í Inkasso-deildinni. Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA stig í toppslagnum gegn Keflavík á Akureyrarvelli þegar hann jafnaði metin í 1-1 úr vítaspyrnu á lokamínútunni. Guðmundur Magnússon kom Keflvíkingum yfir á 39. mínútu og þeir virtust ætla að sigla þriðja sigri sínum í deildinni í höfn en Elfar Árni kom í veg fyrir það. KA-menn eru í 2. sæti deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Grindavíkur. Keflvíkingar eru hins vegar í 4. sæti með níu stig en þeir eru eina taplausa liðið í deildinni.Það var mikið fjör á Eskjuvelli þar sem Fjarðabyggð og HK áttust við. Leikar fóru 4-4. Sveinn Aron Guðjohnsen kom HK yfir strax á 2. mínútu en Jón Arnar Barðdal, lánsmaður frá Stjörnunni, jafnaði fjórum mínútum síðar. Víkingur Pálmason kom Fjarðabyggð svo yfir eftir stundarfjórðung en Sveinn Aron Guðjohnsen jafnaði metin í 2-2 sex mínútum síðar með sínu öðru marki. Hann er sem kunnugt er sonur landsliðsmannsins Eiðs Smára Guðjohnsen. Fjörið var ekki búið í fyrri hálfleik því Hákon Þór Sófusson kom heimamönnum aftur yfir á 31. mínútu. Nafni hans Ingi Jónsson sá hins vegar til þess að staðan var jöfn í hálfleik þegar hann jafnaði í 3-3 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hákon gerði svo sitt annað mark þegar hann skoraði af vítapunktinum á 58. mínútu en Víkingur átti síðasta orðið þegar hann skoraði úr víti og jafnaði metin í 4-4 á 77. mínútu. Fjarðabyggð er með sex stig í 7. sæti deildarinnar en HK er í því ellefta með tvö stig og á enn eftir að vinna leik í sumar.Haukar unnu öruggan 3-0 sigur á Hugin á Schenker-vellinum. Lærisveinar Luka Kostic eru í ágætis málum með sjö stig í 6. sæti. Gunnar Jökull Johns og Elton Renato Livramento Barros sáu til þess að Haukar voru 2-0 yfir í hálfleik og Orri Sveinn Stefánsson setti svo boltann í eigið mark snemma í seinni hálfleik og gulltryggði sigur Hafnfirðinga. Huginn er í 10. sæti deildarinnar með þrjú stig en nýliðarnir hafa tapað fjórum leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik sinn.Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07 Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Grindavík á toppinn Leiknir tapaði sínum fyrsta leik í Inkasso-deildinni í Grindavík í kvöld og heimamenn hentu Leikni úr toppsætinu með sigrinum. 2. júní 2016 21:07
Sjáðu markaveisluna í Grindavík Grindavík skellti sér á topp Inkasso-deildarinnar í kvöld með stórsigri á Leikni. 2. júní 2016 22:36