Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2016 19:21 Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39