Sigmundur Davíð tvíefldur eftir fund með framsóknarmönnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2016 19:21 Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Flokksþingi Framsóknarflokksins verður að öllum líkindum flýtt og forystan endurnýjar umboð sitt fyrir væntanlegar þingkosningar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, segist hafa upplifað mikinn stuðning á miðstjórnarfundi flokksins í dag og hann haldi áfram starfi sínu tvíefldur eftir fundinn. Um tvö hundruð manns eiga sæti í miðstjórn flokksins. Þeirra á meðal eru núverandi og fyrrverandi þingmenn og ráðherrar. Á fundinum í dag ræddi Sigmundur Davíð í fyrsta sinn við þennan hóp um afsögn sína sem forsætisráðherra og atburði síðustu mánaða. Eftir að Sigmundur hafði haldið ræðu við upphaf fundarins var fjölmiðlafólki vísað út svo flokksmenn gætu rætt málin í ró og næði. Nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því að forysta flokksins verði endurnýjuð fyrir væntanlegar kosningar í haust. Ákvörðun um forystukjör þarf að fara fram á flokksþingi sem er ekki á dagskrá fyrr en á næsta ári. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður flokksins, á von á að miðstjórnarfundi sem halda á í haust verði flýtt svo hægt verði að boða flokksþing fyrir kosningar. Á fundinum ræddu menn atburði síðustu mánaða og stöðu Sigmundar Davíðs. Aðspurður hvort að einhverjir hafi viljað skipta um forystu flokksins strax segir hann það hafa verið færri en hann hafi átt von á. „Það eru náttúrulega alltaf einhverjir sem hafa ólíkar skoðanir og eðlilegt að menn ræði það á svona fundi en það voru miklu færri en gera mátti ráð fyrir. Ég held bara tveir eða þrír hafi nefnt þann möguleika,“ segir Sigmundur. Hann segist áfram ætla að vera þingmaður og formaður flokksins. „Eftir þennan mikla stuðning sem að ég fann á þessum fundi þá held ég áfram í því tvíefldur,“ segir Sigmundur Davíð.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47 Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
Sigmundur Davíð opnaði sig um viðtalið fræga: „Snerist um að koma höggi á flokkinn í gegnum mig“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt ræðu á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. 4. júní 2016 12:47
Hafna því að handritið hafi verið skrifað fyrirfram Forsvarsmenn RME, Kastljóss, ICIJ og Uppdrag Granskning SVT segja það af og frá að handrit að þættinum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gekk út úr viðtali hafi verið skrifað fyrirfram. 4. júní 2016 16:39