Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2016 22:27 Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45
Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21