NBA: Golden State komið í 2-0 eftir stórsigur í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júní 2016 07:02 Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Lið Golden State Warriors átti ekki í miklum vandræðum með Cleveland Cavaliers í nótt og er komið í 2-0 í útslitaeinvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir 110-77 sigur í Oakland. Golden State hefur nú unnið tvo fyrstu leikina sannfærandi á heimavelli sínum en næstu tveir eru í Cleveland. Annan leikinn í röð voru það samt ekki Skvettubræðurnir, Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru að fara illa með lið Cleveland því aðalmaðurinn í nótt var hinn fjölhæfi Draymond Green. Draymond Green endaði leikinn með 28 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en hann hitti úr 5 af 8 þriggja stiga körfur og skoraði fleiri þrista en bæði Stephen Curry og Klay Thompson. Eftir leikinn voru menn að grínast með það að Draymond Green fengi inngöngu í klúbb þeirra Skvettubræðra. „Hættið þessu," var svar Draymond Green. „Í kvöld var hann einn af okkur," sagði Klay Thompson. Stephen Curry var með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar og Klay Thompson bætti við 17 stigum og 5 stoðsendingum. Báðir hittu þeir Skvettubræður úr 4 af 8 þriggja stiga skotum sínum. „Það er engin ástæða til að fagna einhverju núna eða monta sig af þessu. Okkur vantar ennþá tvo sigra til að vinna titilinn og við þurfum að ná í þá. Við værum að ganga í gildru ef við höldum að við séum búnir að finna réttu lausnina til að vinna Cleveland og að þeir eigi ekki möguleika í einvíginu. Svoleiðis megum við ekki hugsa," sagði Stephen Curry varkár eftir leikinn. Þetta var stærsti sigur Golden State Warriors í lokaúrslitum en liðið hefur nú unnið tvo fyrstu leikina í úrslitaeinvíginu með samtal 48 stiga mun sem eru rosalegir yfirburðir á þessu stigi í keppninni. „Ég er hissa á því hversu stór sigurinn var. Það mun allt hinsvegar breytast þegar við förum til Cleveland og við vitum það," sagði Steve Kerr, þjálfari Golden State. Golden State var 3-1 undir í seríunni á móti Oklahoma City Thunder en vann þrjá síðustu leikina og hefur nú unnið tvo fyrstu leikina á móti Cleveland. Golden State er þar með búið að vinna fimm leiki í röð og er á góðri leið að tryggja sér sinn sess í sögubókunum.LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland Cavaliers með 19 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en hann var fyrir leikinn búinn að skora 20 stig eða meira í 25 leikjum í röð í úrslitakeppni. „Þeir bara unnu okkur. Við höfðum hvergi betur. Við vorum ekki betri en þeir í neinum hluta leiksins," sagði svekktur LeBron James eftir leikinn. Hann skoraði 14 af 19 stigum sínum í seinni hálfleiknum en tapaði líka 7 boltum. Lið með LeBron James innanborðs höfðu unnið leik tvö níu sinnum í röð eftir tap í fyrsta leik. Kevin Love fékk þungt höfuðhögg í leiknum og kláraði hann ekki. Love var með 5 stig og 3 fráköst á 21 mínútu. Það er óvíst hvort hann verði með í næsta leik. Richard Jefferson var næststigahæstur hjá Cleveland með 12 stig og Kyrie Irving skoraði 10 stig. Þetta mikla þrista lið skoraði tíu færri þriggja stiga körfur en lið Golden State Warriors og hitti aðeins úr 22 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Þetta var 87. sigur Golden State Warriors á tímabilinu og liðið hefur nú jafnað heildarfjölda sigurleikja hjá liði Chicago Bulls frá 1995-96. Golden State hafði áður bætt met Chicago Bulls með því að vinna 73 leiki í deildarkeppninni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum