Mun Lars halda með Íslandi eða Svíþjóð í framtíðinni? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2016 22:37 Lars Lagerbäck verður minnst fyrir ótrúlegan árangur með karlalandslið Íslands. Enn á þó eftir að ljúka ævintýrinu á EM í Frakklandi. vísir/getty Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Lars Lagerbäck viðurkenndi að það hefði verið tilfinningaþrunginn stund þegar áhorfendur og leikmenn kvöddu hann á Laugardalsvellinum í kvöld eftir 4-0 sigur á Liechtenstein. Svíinn hefur breytt íslenskum fótbolta til hins betra og á góðar minningar frá Íslandi. Lars sagðist reyna að halda tilfinningum og einkalífi fyrir sig þegar kæmi að starfi sínu. Hann vildi til að mynda ekki blanda fjölskyldunni sinni í málið. En kvöldið í kvöld var ánægjulegt „Þetta var sérstakt móment,“ sagði Lars um árin fjögur á Íslandi. Hann vonaði að enginn móðgaðist ef hann líkti árunum hérna við eina af Íslendingasögunum. Vinnan með leikmönnum og teyminu í kringum liðið hefði verið frábær. Þá hefði hann verið svo heppinn að geta ferðast um landið á milli þess sem hann dvaldi í Reykjavík og Akureyri og heillast af því. „Þetta var tilfinningaþrungin stund,“ sagði Lars sem reyndi að deila henni með Eiði Smára Guðjohnsen. Markahæsti maður landsliðsins vildi ekki taka augnablikið af Lars. „Eiður er of vingjarnlegur,“ sagði Svíinn.Lofar að hringja ekki í Heimi Líklegt má telja að innan tíðar muni Ísland og Svíþjóð mætast á knattspyrnuvellinum. Heimi og Lars er vel til vina og ljóst að Lars hefur sérstakar taugar til íslensku leikmannanna. En með hverjum myndi hann halda? „Þetta er ekki slæm spurning. Ég myndi líklega fara á leikinn, nóta hans og úrslitin myndu ekki skipta máli. Auðvitað vil ég að Svíum gangi vel en svo er þetta Heimir og teymið. Ég held ég yrði jafnánægður með sigur hvoru megin sem hann lenti,“ sagði Lars. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, skaut á Lars fyrir diplómatískt svar. „Ég mun fylgjast áfram með Íslandi og hringi áfram í Heimi og segi honum hvað mér finnst,“ sagði Lars en dró í land með bros á vör: „Nei, ég lofa að halda mig fjarri.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05 Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26 Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22 Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14 Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16 Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Aron Einar: Okkur finnst Eiður besti íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi Landsliðsfyrirliðinn lofaði Eið Smára Guðjohnsen í hástert eftir landsleikinn gegn Liechtenstein í kvöld. 6. júní 2016 22:05
Heimir: Óvissan er stærsta hindrunin „Hann hefur gert þetta áður,“ sagði Heimir við Lars sem bað hann, í léttum tón, að halda "kúlinu“. 6. júní 2016 22:26
Gylfi: Getum ekki beðið eftir að komast út Gylfi Þór Sigurðsson var þreyttur en sáttur í leikslok eftir leikinn gegn Liechtenstein. 6. júní 2016 22:22
Eiður Smári: Ef örvæntingin kemur skorar maður ekki Þykir vænt um að hafa skorað á Laugardalsvelli í kvöld en leit ekki á leikinn sem kveðjustund. 6. júní 2016 22:14
Einkunnir Íslands: Birkir Már bestur í jöfnu liði Íslands Íslenska karlalandsliðið lagði Liechtenstein 4-0 í Laugardalnum í kvöld. 6. júní 2016 21:16
Öxlin á Hannesi eins og ný: „Bring it on" "Þetta var bara skemmtilegt í kvöld, fallegur dagur í Laugardalnum og úrslitin eins og þau eiga að vera,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir leikinn gegn Liechtenstein sem liðið vann 4-0 í kvöld. 6. júní 2016 22:19