Ögmundur mikils metinn í Svíþjóð: "Gagnrýnin kemur á óvart“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2016 08:30 Ögmundur Kristinsson hefur fengið mörg tækifæri með íslenska landsliðinu. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson sneri aftur í mark íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gærkvöldi og hélt hreinu í 4-0 sigurleik strákanna okkar gegn Liechtenstein. Þetta voru fyrstu 90 mínútur Hannesar með landsliðinu síðan hann fór úr axlarlið fyrir leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 síðasta haust. Ögmundur Kristinsson hefur fengið tækifærið í fjarveru Hannesar en átt í miklu basli með að halda markinu hreinu. Ögmundur byrjaði sjö leiki frá og með lokaleik undankeppninnar og þar til kom að vináttuleiknum gegn Noregi í síðustu viku. Ögmundur spilaði fimm heila leiki og tvo hálfleiki og fékk í heildina á sig 17 mörk á 540 mínútum. Hann fékk að meðaltali mark á sig á hálftíma fresti. Hannes spilaði seinni hálfleikinn gegn Grikklandi í mars og hélt hreinu og gerði það svo aftur í gærkvöldi.Ögmundur á landsliðsæfingu í síðustu viku.vísir/hannaPælir ekki í gagnrýni Sigurinn gegn Liechtenstein í gærkvöldi var aðeins í annað sinn frá lokum undankeppninnar sem íslenska liðið heldur hreinu. Strákarnir okkar héldu einnig hreinu í 1-0 sigri á Finnum í janúar þar sem Ingvar Jónsson og Haraldur Björnsson skiptu með sér sitthvorum hálfleiknum. Ögmundur hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu frá sparkspekingum sem og þjóðinni á samfélagsmiðlum en í viðtali við Vísis í lok síðustu viku sagði hann þetta ekki hafa áhrif á sig. „Nei, ég les voða lítið af svona. Maður veit það best sjálfur ef maður hefur átt slakan leik. Svona vindur líka upp á sig. Ef svona gerist einu sinni þá er létt að halda áfram að gagnrýna sama einstakling. Þetta truflar mig samt ekkert þar sem ég hef traustið frá þjálfurum liðsins og leikmönnunum,“ sagði Ögmundur.Fallið án Ögmundar Daniel Kristoffersson, fótboltablaðamaður og pistlahöfundur hjá Expressen í Svíþjóð, segir þessa gagnrýni á Ögmund koma mjög á óvart miðað við það sem hann þekkir til Framarans í sænsku úrvalsdeildinni. Ögmundur spilar þar með Hammarby. „Þetta kemur mér mjög á óvart. Hann er virkilega mikils metinn hér í Svíþjóð og má alveg segja að hann hafi verið á meðal bestu leikmanna deildarinnar frá því hann kom. Ögmundur er mjög traustur markvörður og verið það í langan tíma,“ segir Kristoffersson í samtali við Vísi. „Stuðningsmenn Hammarby töluðu um það á síðustu leiktíð að án hans hefði liðið líklega fallið. Það er kannski aðeins of sterkt til orða tekið en hann var aðalmaðurinn. Hann er besti leikmaður liðsins ásamt Birki Má Sævarssyni. Hér í Svíþjóð finnst okkur ekkert skrítið að hann fái alla þessa leiki og þetta traust hjá íslenska landsliðinu.“ Ögmundur er búinn að spila alla tólf leikina fyrir Hammarby til þessa á leiktíðinni. Liðið er í fjórtánda sæti af sextán liðum með þrettán stig og búið að fá á sig 22 mörk. Aðeins þrjú önnur lið hafa fengið á sig fleiri mörk.Ögmundur Kristinsson er eftirsóttur.vísir/hannaGæti farið til stærra liðs Samkvæmt tölfræði sænsku úrvalsdeildarinnar er Ögmundur búinn að verja 34 skot á leiktíðinni og er með 61 prósent hlutfallsmarkvörslu sem er á meðal þess lægsta í deildinni. „Ögmundur hefur tekið smá dýfu eftir að hann kom úr síðustu landsliðsferð. En málið er að Hammarby fær á sig svo mörg mörk sem hann getur ekkert gert í. Liðið er með svo skelfilega vörn og sérstaklega dapra miðverði,“ segir Kristoffersson. „Miðverðirnir eru alveg skelfilegir. Mörg markanna sem Ögmundur fær á sig eru eftir einstaklingsmistök í vörninni. Það má alveg kenna Ögmundi um sum mörkin en miðverðirnir eru hörmung.“ Sænski blaðamaðurinn segir áhuga vera á Ögmundi frá stærri liðum utan Svíþjóðar sem gefur til kynna hversu góður hann er. „Ég hef heyrt orðróm um að stærri félög eru að skoða hann. Ég veit samt að hann er gríðarlega mikils metinn innan Hammarby og þar á bæ verður allt gert svo hann klári tímabilið með liðinu,“ segir Daniel Kristofferson.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Sjá meira