Næsti Tesla Roadster árið 2019 Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2016 11:00 Flestir héldu að Tesla myndi ekki koma með nýja kynslóð' Roadster, en hann var fyrsti framleiðslubíll Tesla. Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins. Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent
Tesla Motors er nú um stundir að glíma við gríðarlega eftirspurn eftir Model 3 bílnum sem meira en 400.000 kaupendur hafa skrifað sig fyrir og greitt hver um sig 1.000 dollara inná. Engu að síður er Tesla nú þegar farið að vinna að næstu kynslóð Tesla Roadster bílsins þó lítið hafi borist af upplýsingum frá Tesla um þann bíl. Þó var haft eftir Peter Bardenfleth-Hansen sem fer fyrir Tesla á Norðurlöndunum að bíllinn verði breyttur í útliti, hann muni stækka og verða talsvert sneggri en forverinn. Margir stóðu reyndar í þeirri trú að Tesla myndi hætta framleiðslu Roadster bílsins nú þegar þrjár aðrar gerðir eru í framleiðslu eða munu brátt koma á markað, þ.e. Model S, Model X og Model 3. Tesla Roadster mun fá sama undirvagn og Model 3, öflugri rafhlöður og öflugri rafmótora, en meira var ekki látið uppi. Núverandi eigendum Tesla Roadster mun einnig standa til boða að fá nýjar rafhlöður í bíla sína, nýjar felgur og dekk með minni mótstöðu og vindkljúfa sem minnka mun loftmótsstöðu bílsins.
Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent