Íslendingur dæmdi fyrsta tapleik Evrópumeistaranna í rúmt ár Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. júní 2016 20:45 Vilhjálmur Alvar gerir hlé á leiknum vegna meiðsla markvarðar Georgíu. vísir/afp Evrópumeistarar Spánar töpuðu í kvöld síðasta vináttuleiknum fyrir Evrópumótið í fótbolta þegar liðið lá á heimavelli gegn Georgíu, 1-0. Spánverjar stilltu upp nokkuð sterku liði en Sergio Ramos, Gerard Piqué, Jordi Alba, Juanfran, Cesc Fábergas, Thiago Alcantara og David De Gea voru allir í byrjunarliðinu. Tornike Okriashvili, leikmaður Gent í Belgíu, skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Hann renndi boltanum í netið af stuttu færi eftir undirbúning Jaba Jigauri. Spánverjar sóttu án afláts í seinni hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þetta er fyrsti landsleikurinn sem Spánn tapar síðan í mars á síðasta ári þegar liðið tapaði gegn Hollandi, 2-0, í vináttuleik í Amsterdam. Eftir þann tapleik vann Spánn alla sjö leiki ársins 2015, þar af fimm í undankeppni EM, en liðið gerði svo jafntefli í fyrstu tveimur vináttuleikjum ársins 2016 gegn Ítalíu og Rúmeníu. Í undirbúningi fyrir Evrópumótið vann Spánn 3-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu í lok maí, 6-1 sigur á Suður-Kóreu í byrjun mánaðar en tapaði nú fyrir Georgíu. Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi þennan fyrsta tapleik Spánar í fimmtán mánuði og hafði hægt um sig. Hann gaf einum leikmanni Georgíu gult spjald á 61. mínútu og Spánverjanum Mikel San Jose, leikmanni Bilbao, gult á 81. mínútu en meira var það ekki. Hann þurfti þó að gera hlé á leiknum vegna meiðsla markvarðar Georgíu sem fékk slæmt höfuðhögg. Uppbótartíminni í seinni hálfleik var tæpar tíu mínútur. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira
Evrópumeistarar Spánar töpuðu í kvöld síðasta vináttuleiknum fyrir Evrópumótið í fótbolta þegar liðið lá á heimavelli gegn Georgíu, 1-0. Spánverjar stilltu upp nokkuð sterku liði en Sergio Ramos, Gerard Piqué, Jordi Alba, Juanfran, Cesc Fábergas, Thiago Alcantara og David De Gea voru allir í byrjunarliðinu. Tornike Okriashvili, leikmaður Gent í Belgíu, skoraði eina mark leiksins á 40. mínútu. Hann renndi boltanum í netið af stuttu færi eftir undirbúning Jaba Jigauri. Spánverjar sóttu án afláts í seinni hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þetta er fyrsti landsleikurinn sem Spánn tapar síðan í mars á síðasta ári þegar liðið tapaði gegn Hollandi, 2-0, í vináttuleik í Amsterdam. Eftir þann tapleik vann Spánn alla sjö leiki ársins 2015, þar af fimm í undankeppni EM, en liðið gerði svo jafntefli í fyrstu tveimur vináttuleikjum ársins 2016 gegn Ítalíu og Rúmeníu. Í undirbúningi fyrir Evrópumótið vann Spánn 3-1 sigur á Bosníu og Hersegóvínu í lok maí, 6-1 sigur á Suður-Kóreu í byrjun mánaðar en tapaði nú fyrir Georgíu. Íslenski dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmdi þennan fyrsta tapleik Spánar í fimmtán mánuði og hafði hægt um sig. Hann gaf einum leikmanni Georgíu gult spjald á 61. mínútu og Spánverjanum Mikel San Jose, leikmanni Bilbao, gult á 81. mínútu en meira var það ekki. Hann þurfti þó að gera hlé á leiknum vegna meiðsla markvarðar Georgíu sem fékk slæmt höfuðhögg. Uppbótartíminni í seinni hálfleik var tæpar tíu mínútur.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Sjá meira