Bretar á bjargbrúninni Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júní 2016 10:00 Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Nokkur titringur er nú á alþjóðamörkuðum vegna fregna af nýjustu skoðanakönnunum um afstöðu breskra kjósenda til útgöngu úr Evrópusambandinu. Kannanir benda nú flestar til þess að meirihluti vilji ganga úr Evrópusambandinu. Helstu forvígismenn ríkisstjórnar Davids Cameron hafi barist hart fyrir áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu, og hafa meðal annars bent á rannsóknir þess efnis að ríflega tekjuskattshækkun þurfi á hvert mannsbarn til að mæta því tekjutapi sem breski ríkissjóðurinn verði af við útgöngu. Sérfræðingar breska fjármálaráðuneytisins áætla jafnframt að eftir 15 ár verði breska hagkerfið ríflega 6% minna gangi Bretar úr ESB en láti þeir það ógert. Varla þarf svo að fjölyrða hvaða áhrif þetta hefði á húsnæðisverð og lánskjör í landinu gangi þessar spár eftir. Alþjóðafjármálamarkaðir eru greinilega trúaðir á greiningu Camerons og félaga á ástandinu, en nú, þegar kannanir benda til þess að Bretar taki jafnvel stökkið, hefur pundið hríðfallið og hefur það ekki verið veikara gagnvart helstu gjaldmiðlum síðan í lausafjárkrísunni 2008. Þrátt fyrir þetta eru vísbendingar um að Bretar virðist ætla að kjósa með hjartanu fremur en höfðinu. Málflutningur útgöngusinna hefur enda helst byggst á því sem kalla mætti hjartarök. Gamla breska heimsveldið eigi ekki að ganga skrifræðisbákninu í Brussel á hönd, Bretar eigi að ráða því einir hverjum þeir hleypi inn í land sitt. Og þar fram eftir götum. Baráttan hefur sömuleiðis að nokkru snúist upp í einvígi þeirra Camerons forsætisráðherra og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóra Lundúna, en sá síðarnefndi hefur leynt og ljóst haft augastað á stól Camerons um lengri tíma. Johnson er hreinlega mun vinsælli en Cameron og líklegt að skoðanakannanir taki mið af því. Stjórnarmaðurinn þykist þó þekkja ágætlega til í Bretlandi, og spáir því að aðildarsinnar hafi nokkuð öruggan sigur þegar upp er staðið. Fólk láti hausinn fremur en hjartað ráða.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira