Það er alltaf einhver afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júní 2016 10:30 "Á svona sýningu sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér,“ segir Sara. Mynd/Hanna Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sara Björnsdóttir myndlistarkona stendur í tiltekt þegar ég næ í hana í síma. Hún er á förum til London eftir að hafa sett upp sýninguna Flâneur (Flandrarinn) í Gerðarsafni í Kópavogi sem er liður í Listahátíð í Reykjavík. „Ég er að keppast við að losa íbúð sem ég fékk á leigu meðan á dvöl minni stóð – ég á náttúrlega hvergi heima,“ segir Sara til skýringar. Kveðst reyndar hafa frestað brottför af landinu um viku, frá upphaflegri áætlun. „Sýningin fangaði mig svo að ég fékk allt of lítinn tíma með fjölskyldu minni og ákvað að vera í viku í viðbót því hér á ég foreldra, systkini, son og barnabarn.“ Sara flutti út í fyrra – ótímabundið. „Ég fékk níu mánaða listamannalaun og ákvað að nota þau í London, fara í vinnubúðir – og svo líður mér bara svo vel þar.“ Sýningin Flâneur er eitt umfangsmesta verkefni Söru hingað til. „Rýmið er stórt, tæpir 500 fermetrar og allt þarf að passa,“ útskýrir hún. Flest verkin eru textaklippiverk sem hún kveðst hafa unnið á þeim níu mánuðum sem hún hefur dvalið í London. Þó slæðist þar inn gömul uppáhaldsverk sem pössuðu inn í Flâneur-þemað og líðan hennar á síðustu mánuðum. Einnig eru þar ljósmyndir, bæði innrammaðar og varpað upp á vegg. Hún nefnir stóra mynd sem margir halda að sé vatnslituð, að hennar sögn, en er af rakabletti í loftinu á vinnustofunni hennar. „Það er mjög kvenlæg ljósmynd, svo ég segi nú ekki meira,“ segir hún sposk. Á sýningunni eru vídeó, klippur af ýmsu sem hrífur Söru á gönguferðum um borgina. Líka saga sem hún skrifaði og las inn á band, hún hljómar í einu horni á íslensku og öðru horni á ensku. „Sagan tengir öll verkin á sýningunni. Hún byrjar áður en ég fór til London og lýsir því af hverju ég fór. Mér fannst gott að koma út, því í London er maður ósýnilegur, en ég var líka alveg rosalega einmana. Það skín örugglega út úr þessari sýningu. Ég var oft að taka myndir af pörum en líka bara niður fyrir lappirnar á mér – í þungum þönkum. En í svona einsemd er hreinsun og það á sér stað einhver endurnýjun því þegar maður fær þennan frið þá getur maður vaxið.“ Þegar Sara kom heim með list sína í farteskinu kveðst hún hafa verið full efa um hvort efnið mundi virka og hvort það nægði í sali Gerðarsafns. „Ég var í öngum mínum meðan ég var að setja upp verkin. Systir mín tók um hendurnar á mér og sagði: „En Sara, þér líður alltaf svona fyrir sýningar.“ Á endanum var ég sátt. En maður er kvika og það er alltaf afhjúpun í gangi þegar maður sýnir list, þar sést hvað maður hugsar, hvert maður horfir og hvað maður sér.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira