Lars Lagerbäck var skiljanlega hrærður eftir kveðjustundina sem hann fékk að loknum leik Íslands og Liechtenstein á miðvikudagskvöldið.
Eftir leik fékk hann kveðjugjöf frá KSÍ og Tólfunni auk þess sem hann var hylltur af áhorfendum.
„Maður finnur auðvitað fyrir þessu í dýpstu hjartarrótum,“ sagði Lagerbäck áður en hann var truflaður skyndilega af Heimi Hallgrímssyni, meðþjálfara hans sem mun taka einn við íslenska landsliðinu eftir EM í sumar.
„I'm taking over now!“ sagði hann og hló eins og sjá má í viðtalinu hér fyrir ofan.
Uppákomuna og viðtalið allt má sjá í spilaranum.
